Read Heimilispósturinn sumar 2002 text version

HEIMILISPÓSTURINN

Heimilisblað

38. árgangur apríl-júní 2002 4.-6. tölublað

Vestur- Ás (gamli læknisbústaðurinn)

Ljósm. Kjartan Örn Júlíusson

Heimilispósturinn

1

Ágætu lesendur. Að þessu sinni er Heimilispósturinn sérstaklega helgaður Ási í Hveragerði, en þ. 26. júlí eru liðin 50 ár frá því að heimilið tók til starfa, og faðir minn Gísli Sigurbjörnsson tók að sér að stýra því. Árið 1995 gáfu Hveragerðisbær og Búnaðarbankinn í Hveragerði brjóstmynd af föður mínum sem minnisvarða, sem er staðsettur fyrir framan Vestur- Ás við Hverahlíð. Margt hefur breyst síðan 1952. Í fyrstu voru heimilismenn 13, 3 konur og 10 karlar og húsin fjögur. Um síðustu áramót voru húsin orðin rúmlega 50 og heimilismennirnir 150, 68 konur og 82 karlar, þar á meðal eru 26 manns, sem dvelja í hjúkrunarheimilinu, en það var vígt 1. desember 1998. Á Uppstigningardag (á degi aldraðra) þ. 8. maí 1997 tók móðir mín, Helga Björnsdóttir, fyrstu skóflustunguna að því. Það er mér ánægja að geta þess að á 50 ára afmæli Hveragerðisbæjar árið 1996 var móðir mín gerð að heiðursborgara í Hveragerði. Bygging hjúkrunarheimilisins breytti miklu fyrir heimilisfólkið í Ási, því að fyrir þann tíma urðu þeir, sem þurftu meiri hjúkrun, en hægt var að fá í

Heimilispósturinn

Fr.v. Greinarh., Gunna, Mússa og Nína

2

Ási, að leita til Grundar, og fara þar með frá Hveragerði. Faðir minn tók að sér að stýra Ási að beiðni elliheimilisnefndar Árnessýslu. Hann setti þó tvö skilyrði við þeirri ákvörðun, að hverirnir yrðu hreinsaðir af öllu rusli, þeir höfðu áður verið notaðir sem eins konar ruslahaugar, og einnig óskaði hann eftir því, að hverasvæðið yrði girt af. Nefndarmenn gengu fúslega að þessum óskum hans. Við systurnar eigum margar góðar minningar frá Hveragerði, en þar dvöldum við á sumrin öll okkar bernskuog unglingsár. Ég held mér sé óhætt að segja, að þar hafi sundlaugina borið hæst. Í þá daga mátti einungis vera eina klukkustund ofan í lauginni í einu, og þá kom Hjörtur sundlaugarvörður með heljarinnar gjallarhorn og kallaði mannskapinn upp úr. Það var aftur á móti Greinarh. vinstra megin leyfilegt að koma þrisvar ásamt Ebbu frænku í laugina yfir daginn og vorum við Gunna systir mín og Ebba frænka okkar fastagestir. Ebba dvaldi mörg sumur hjá ömmu okkar og afa í Hveragerði. Gunna var með þykkar fléttur, sem bókstaflega aldrei náðu að þorna. Hún sá líka til þess að ég synti 200 metrana, sem þótti mjög metnaðarfullt og fékk maður barmmerki til að sanna þátttökuna. Þar sem ég var aðeins fimm ára gömul, hef ég

Heimilispósturinn

3

trúlega verið með þeim yngstu sem syntu 200 metrana það árið. Í þá daga var Hveragerði lítið sveitaþorp. Kindur gengu lausar um malargöturnar og átu brumið af trjánum, föður mínum til mikillar armæðu. Algeng sjón var að sjá hænsni spígsporandi um þorpið. Man ég sérstaklega eftir eldri konu, Ásgerði, Nína systir og pabbi sem bjó við hliðina á Ási og átti hænsnabú. Við Gunna fengum oft að fara þangað og sækja egg. Ég minnist þess, að ætíð þegar hún fór í bæjarferð til Reykjavíkur, læsti hún aldrei neinu, bað bara góðan guð að gæta hússins á meðan. Hundar hlupu líka lausir um allt. Við Gunna systir, sem vorum hræddar við hunda, fórum því ekki einar út fyrir lóðina fyrsta sumarið, en það breyttist fljótt. Þar sem við gættum þess alltaf vandlega að missa ekki af neinu sem um var að vera, fórum við með skógræktarfélaginu upp í Hamar, að planta trjám. Í dag eru þessar litlu plöntur orðnar há tré, sem munu á endanum byrgja útsýnið að Hamrinum og þar með áttum við okkar þátt í að eyðileggja Hamarinn. Líney Kristinsdóttir frænka pabba var matráðskona í Ási í áratugi og var mjög elskuð af heimilis- og starfsfólki í Ási og ekki síst okkur systrum. Hún bjó til einstaklega góðan mat og heimsins bestu pönnukökur og kleinur að ógleymdu 4

Heimilispósturinn

heimabakaða brauðinu. Þær voru ófáar ferðirnar í eldhúsið til Líneyjar. Hótelið lék stórt hlutverk í þorpslífinu, þar voru reglulega haldnar bíósýningar, setið á trébekkjum og grænum, klappstólum úr járni. Man ég eftir Kristmanni Guðmundssyni, skáldi, sitjandi þar á fremsta bekk með dóttur sinni. Dóttir Eiríks, eiganda hótelsins, hafði það hlutverk að rífa af aðgöngumiðunum. Þessar bíósýningar voru alltaf mjög vel sóttar. Sömuleiðis voru á Fr.v. Líney, ásamt Svövu, sem einnig vann í eldhúsinu hótelinu böll, sem við vorum reyndar of ungar til að sækja. Þar stendur auðvitað Blómaballið hæst, sem haldið var á hverju sumri og kosin blómadrottning. Einnig voru oft revíur á hótelinu og man ég þá best Frúrnar þrjár og Fúsa, en það voru þau Áróra Halldórsdóttir, Emelía Jónasdóttir og Nína Sveinsdóttir, leikkonur, ásamt Sigfúsi Halldórssyni, tónskáldi. Þar sem Nína Sveinsdóttir var uppeldissystir ömmu okkar, höfðum við Gunna og Ebba vit á að halda okkur nærri hótelinu í von um að Nína byði okkur á sýninguna, sem hún og gerði. En lífið var ekki bara leikur hjá okkur. Faðir minn var þeirrar skoðunar að börn ættu sjálf að vinna fyrir sínum vasapeningum og þess vegna byrjuðum við snemma að vinna ýmis garð- og gróðurhúsastörf. Við reittum arfa og tókum upp kartöflur og rabarbara í görðunum, sem okkur þótti skemmtilegast og tíndum tómata og gúrkur og vökvuðum í gróðurhúsunum. Það voru að vísu ekki bara ræktaðir tómatar og gúrkur í gróðurhúsunum,

Heimilispósturinn

5

heldur líka blóm, gulrætur, vínber og salat og þá var talað um að nú væri Gísli farinn að gefa blessuðu gamla fólkinu arfa! Einnig voru gerðar tilraunir um ræktun á kaffibaunum og bananatrjám. Þegar við síðan höfðum aldur til hófum við störf í eldhúsinu hjá Líneyju frænku, þar sem við sáum um að skammta mat, vaska upp og fleira. Eitt af því leiðinlegasta sem við systur upplifðum í Hveragerði var þegar pabbi fékk þýska vísindamenn í heimsókn. Þá þurftum við að sitja kvöldverðarboð, þar sem umræðuefnin Pabbi og mamma voru kartöflur, lyng, mosi og fleira þvíumlíkt, því það var fátt sem pabbi hafði ekki áhuga á. Þar sem Þjóðverjar eru gjarnan miklir matmenn og taka sér góðan tíma til að borða, urðu þessir matartímar oft ansi langir og enginn fékk að fara frá borðinu fyrr en allir voru búnir að borða. En fátt er svo með öllu illt. Þetta varð til þess að við Gunna lærðum smátt og smátt þýsku, og þar sem mamma bjó til fádæma góðan mat var alltaf hægt að hlakka til matarins. Þegar ég hugsa til baka finnst mér að við frænkur hafi verið ansi iðnar við að borða. Ýmist hjá mömmu,pönnukökur hjá Líneyju eða nýbakaða jólaköku og sínalkó hjá ömmu. Það má með sanni segja að Hveragerði hafi verið sannkölluð paradís fyrir börn í þá daga, alltaf nóg að sýsla. Þær voru ófáar ferðirnar, sem við Gunna systir og Ebba hjóluðum upp að Grýtu, 6

Heimilispósturinn

sem er goshver inni í Reykjadal. Við höfðum með okkur sápu, sem við hentum í hana, og hún gaus fyrir okkur. Nálægt Grýtu var mikið og gott berjaland og þangað sóttum við ber á haustin. Einnig var vinsælt hjá okkur stöllum að ganga á Reykjafjall, og þá var gjarnan farin dagsferð með nesti. Þar lágum við í grasinu, drukkum ferskt vatn úr læknum, sem þar er og týndum umfeðming handa mömmu. Þegar illa viðraði, héldum við okkur innandyra og spjölluðum eða spiluðum Manna eða Vist við heimilisfólkið. Lesendur góðir, vonandi hefur mér tekist að sýna ykkur þá mynd af Hveragerði, sem kom mér fyrir sjónir sem barni og unglingi. Það er bæði áhugavert og ánægjulegt að hafa fengið að fylgjast með Hveragerði breytast úr þorpi í bæ, og óhætt er að fullyrða að fyrir mér er Hveragerði ennþá sannkallaður sælureitur þótt margt hafi breyst á 50 árum. Helga Gísladóttir

Heimilispósturinn

7

Lamb heimsækir Ás

8

Heimilispósturinn

Dvalarheimilið Ás 50 ára

Þetta tölublað Heimilispóstsins er helgað 50 ára afmæli Áss, ævintýrinu sem hófst í læknisbústaðnum í Hveragerði, að tilhlutan sýslunefndar Árnessýslu. Framsýnir menn og góðviljaðir, sem nefndina skipuðu, fundu til þess, að aldraðir íbúar sýslunnar, sem höfðu ekki í skjól að venda, þegar aldursbáginn gerði þeim ókleyft að vera sjálfs sín, áttu við erfiðan kost að búa tíðum, máttu jafnvel hrekjast milli staða eða hverfa burtu úr sýslunni til að komast í skjól á ævikvöldinu. Nefndarmenn létu ekki sitja við góðviljans tilfinning eina, gagnvart þessum vanda, en létu kjósa sérstaka elliheimilisnefnd, sem falið var að vinna að stofnun heimilisreksturs fyrir þessa þegna byggðarlagsins. Og til að annast rekstur slíks heimilis og alla umsjá leitaði nefndin, eftir að hafa kynnt sér ýmsa möguleika, til Grundar eða forsvarsmanns hennar Gísla Sigurbjörnssonar, sem reynsluna hafði ríkulegasta af slíkri starfsemi og munu orð til þess ráðslags fyrst hafa komið fram í samtali þeirra Guðjóns bónda Sigurðssonar í Gufudal og Gísla. Og allt gekk svo eftir sem ætlað var og áformað og komu fyrstu dvalargestir í Ás, í júlí árið 1952 í húsin fjögur sem sýslunefndin lagði upphaflega til starfseminnar. Margt og mikið hefur gerst á hálfrar aldar skeiði í Ási. Húsnæði smám saman verið stóraukið, hús keypt, byggð ný, bæði til íbúðar og annarrar uppbyggilegrar starfsemi heimilisrekstrinum tengdum, á ómældan máta verið fegrað og prýtt utan húss sem innan, svo eftirtekt hefur víða vakið og fjöldi íbúa nú orðinn hálft annað hundrað í ýmsum tegundum íverustaða, bæði hjón og einstaklingar sem og bæði aldraðir og aðrir, sem hafa sakir

Heimilispósturinn

9

hömlunar þurft forsjár og aðhlynningar við. Það má segja að Ás sé og hafi verið býsna lengi áberandi eining í bæjarlífi Hveragerðis, sett svip á samfélagið og skapað vinnu í byggðinni. Óhætt má fullyrða, að íbúarnir hafi harla vel sameinast öðrum sem í bænum búa, mætt skilningi og vinsemd og samskipti öll verið með mætum hætti árin mörgu bæði við umhverfi og þá sem málum hafa ráðið í bæjarfélaginu. Það ber allt að þakka. Þá ber ekki síður, þegar á tímamótum er fagnað að þakka starfsfólkinu, sem Ás hefur haft á að skipa frá upphafi, öllu því dugmikla, væna fólki, sem hefur haldið uppi heimilisbrag og hlýrri forsjá sinnt, svo lánsemd hefur búið yfir öllu fram á þennan dag. Við viljum fyrir hönd Grundar óska öllu heimilisfólki og starfsfólki hjartanlega til hamingju á fimmtíu ára hátíðinni og biðjum góðan Guð að vaka yfir velferð heimilisins og þeim sem þar iðja og dvelja og gefa auðnu í öllu sem í Ási er og verður um framtíð sem hingað til. Guðmundur Óskar Ólafsson stjórnarformaður Guðrún Gísladóttir Forstjóri

10

Heimilispósturinn

Ragnheiður Þorgilsdóttir

Á hverju hausti fá starfsmenn í Ási viðurkenningar í formi peningagjafar þegar þeir hafa náð vissum árafjölda í starfi, í fyrstu fyrir 5 ár, síðan 10, 15, 20 o.s.frv. Þónokkrir hafa nú náð 25 ára markinu, en aðeins einn starfsmaður hefur náð því að starfa hér í 30 ár og hér á eftir fer viðtal við hana. Ragnheiður, ert þú Hvergerðingur að uppruna? Nei, ég er fædd á Ísafirði 9. desember 1937 og er Vestfirðingur í báðar ættir. Foreldrar mínir eru Lára Magnúsdóttir og Þorgils Árnason, en hann lést 27. des.1991. Ég kom til Hveragerðis 9 ára gömul með fóstru minni Kristínu Brynjólfsdóttur. Um leið fluttust hingað móðursystir mín Guðrún Magnúsdóttir og maður hennar Ragnar Guðjónsson, sem bæði var kenndur við Reykjafoss og bankann. Einnig bjuggu hér tvær aðrar móðursystur mínar, þær Vilma, sem bjó í Lindarbrekku, kona Hauks garðyrkjumanns þar og Helga kona Kristjáns Jónassonar verslunarmanns í Reykjafossi. Og þú hefur þá að öllum líkindum gengið í skóla hér? Já, ég byrjaði hér í barnaskólanum, þegar hann var nýbyggður, og hef sennilega verið með fyrstu nemendum þar. Helgi Geirsson var þá skólastjóri og kennarinn minn var Hermann frá Gerðakoti, sem síðar varð tengdafaðir minn. Aðrir kennarar þá voru m.a. Hróðmar, Valdís og Gunnar Benediktsson. Tókst þú virkan þátt í félagslífi skólans? Ég var í barnakór, lék í leikritum og dansaði Vikivaka á skemmtunum. Bara þetta venjulega í skólum.

Heimilispósturinn

11

Síðan hrepptir þú hreppstjórasoninn úr Ölfusinu, sem var jafnframt kennarasonur? Já, hann heitir Ársæll Hermannsson frá Gerðakoti. Við byrjuðum búskap í húsi við Heiðmörkina og er nú númer 19, það var eitt herbergi og eldhús og þar bjuggum við með 2 börn. Síðan bjuggum við í Laufskógum 15, þá voru þar 2 íbúðir og við vorum með 3 börn í 45 fermetrum. Þaðan fluttum við þegar yngri sonur okkar var á fyrsta ári í hús, sem við byggðum okkur við Dynskóga 9, og þar búum við enn. Hvað eru börnin mörg? Þau eru 3, Margrét, húsmóðir í Vestmannaeyjum f.1957, Hafsteinn, rafvirki í Reykjavík f.1960 og Hermann, rafeindavirki í Reykjavík, f. 1965. Barnabörnin eru 9 og langömmubörnin 2. Margrét dóttir mín starfar á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum og móðir mín starfaði á elliheimilinu á Ísafirði, svo við erum 3 kynslóðir, sem höfum starfað á elliheimilum á mismunandi stöðum á landinu. Hvernig stóð á því að þú byrjaðir að vinna í Ási? Ég byrjaði í sumarafleysingum við þrif í Ásunum, þegar þeir voru nýjir. Þá hafði hver stúlka umsjón með nokkrum húsum, hélt þeim hreinum, sá ein um rúmfataskiptingar og baðaði heimilismennina, sem í húsunum voru. Síðar vann ég á kvöldvakt með Vilmu 12

Ragnheiður við sláturgerð

Heimilispósturinn

frænku minni frá klukkan 16:30 til 19:30. Þetta gerði ég meðan börnin voru lítil og í skóla. Síðar flutti ég mig um set og vann í Ásbyrgi, fyrst alllengi á kvöldvakt, sennilega í ein 6 ár og eftir það á morgunRagnheiður bingóstjóri vakt í eldhúsinu. Og þegar hjúkrunarheimilið opnaði í desember 1998 sótti ég um vinnu þar við umönnun. Ég hef unnið hér á öllum vöktum nema á næturvakt. Og þú hefur unnið nærri öll störf nema störf iðnaðarmanna? Já, en þar er Ársæll starfandi, hann hefur unnið hér í 17 ár við rafvirkjun og ýmis störf. Og síðan hefur þú verið ákafleg liðtæk í félagslífi heimilismanna? Það er nú aðallega bingóið, sem ég hef séð um í nokkur ár, svo hef ég verið skrifari á púttmótum og alltaf haft gaman af söng og dansskemmtunum. Við syngjum heilmikið með heimilisfólkinu á hjúkrunarheimilinu. Hvernig hefur þér svo líkað að vinna hér? Mér hefur alltaf líkað vel á þessum vinnustað, aldrei fundist

Heimilispósturinn

13

leiðinlegt að fara í vinnu og vinnan hér á hjúkrunarheimilinu er alveg sérstaklega gefandi. Einnig er hér frábært samstarfsfólk og hefur verið það í gegnum tíðina. Eru einhverjir sérstakir atburðir, sem eru ofarlega í minningunni? Það er helst sláturtíðin, hún var yndisleg. Þegar tekin voru 400 slátur, þá var líf í tuskunum og oft glatt á hjalla. Með þessum lokaorðum kveðjum við Ragnheiði með þakklæti fyrir velunnin störf og dygga þjónustu í rúm 30 ár. Vonandi fáum við að njóta starfskrafta hennar mörg ár enn. Hveragerði, júní 2002. Pálína Sigurjónsdóttir.

14

Heimilispósturinn

50 ára saga Áss

Upphaf Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði má rekja allt aftur til ársins 1946, en á aðalfundi Sýslunefndar Árnessýslu það ár var eftirfarandi samþykkt: ,,Sýslufundur Árnessýslu, haldinn að Selfossi dagana 12. ­ 16. mars 1946, ályktar að beita sér fyrir stofnun elliheimilis í sýslunni eins fljótt og verða má, og samþykkir að veita til þess 50.000 krónum sem byrjunarframlag úr sýslusjóði. Ennfremur verði send tilmæli frá sýslunefndinni til allra sveitarstjórna í sýslunni að hefjast þegar handa um söfnun fjár til heimilisins, hver í sinni sveit, sem ætlast er til að nemi minnst 30 kr. af hverjum íbúa sveitarinnar þetta ár. Þá verði á annan hátt unnið að fjáröflun til heimilisins, með hvatningu til félagsheildar og einstaklinga um að styðja þetta velferðarmál héraðsins með framlögum þar til. Loks kýs nefndin á þessum fundi sínum 3 menn til að vinna að undirbúningi málsins, og þá fyrst og fremst til að gera tillögur um stað fyrir heimilið, sem hafi í fyrsta lagi, nægan jarðhita og í öðru lagi hafi fullnægjandi landrými." Í þessa nefnd, sem hefur síðan verið kölluð Elliheimilisnefnd Árnessýslu, voru kosnir þeir Sigurður Kristjánsson kaupmaður Eyrarbakka, Dagur Brynjúlfsson hreppstjóri Gaulverjabæ og Eiríkur Jónsson oddviti Vorsabæ. Þessi nefnd skoðaði strax um haustið þrjá mögulega staði til að byggja og starfrækja elliheimili. Þeir voru Laugarás, Hveragerði og Selfoss. Leist nefndarmönnum strax best á Selfoss og fór nefndin fram á það við Kaupfélag Árnesinga að

Heimilispósturinn

15

fá lóð undir elliheimili í landi Laugardæla. Var það auðsótt mál hjá Kaupfélaginu og fékkst lóðin þegar afhent í maí árið 1948 án endurgjalds. Eigi að síður skoða nefndarmenn áfram möguleika á, að elliheimili verði reist í Hveragerði. Að þeirra mati kom eingöngu jörðin Reykjakot til greina, og voru margar ástæður að baki því mati. Nefndarmenn höfnuðu þó þessum valkosti, meðal annars vegna áforma um jarðboranir og gufuvirkjun í Reykjakoti og í framhaldi af þeim stórframkvæmdir og uppbygging iðnaðar. Þessi áform hafa reyndar enn ekki komið til framkvæmda rúmlega 50 árum síðar. Elliheimilisnefndin heldur all marga fundi og undirbýr byggingu elliheimilis af kostgæfni og sem fyrr er áætlað að byggja heimilið á Selfossi. Það er síðan í apríl 1950, að Magnús Ágústsson læknir í Hveragerði býður nefndinni íbúðarhús sitt að Hverahlíð 17 til kaups. Þetta hús þótti koma til greina, að minnsta kosti til bráðabirgða, meðan verið væri að byggja elliheimili á Selfossi. Sumarið 1951 kom til tals á milli Guðjóns A. Sigurðssonar í Gufudal og Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra Grundar, að Grund tæki að sér að reka elliheimili í Hveragerði fyrir elliheimilisnefndina. Eftir all marga fundi á milli nefndarinnar og Gísla varð úr samkomulag um rekstur elliheimilis í Hveragerði. Undir þennan samning var skrifað 21. september 1951 og formlega hófst rekstur heimilisins þann 26. júlí árið 1952. Heimilismenn voru 13 í upphafi en þeim fjölgaði fljótt. Sýslunefndin lagði fram auk Hverahlíðar 17, þrjú önnur hús, en 16

Heimilispósturinn

Grund keypti síðan og byggði fleiri hús á næstu árum. Veruleg aukning verður á starfseminni í Ási á árunum 1960 ­ 1980 og fjölgaði heimilismönnum jafnt og þétt. Mörg hús voru keypt við Frumskóga, Bláskóga, Hverahlíð og Bröttuhlíð. Byggðar voru 15 hjónaíbúðir við Bröttuhlíð og Klettahlíð. Föndurskálinn í Frumskógum var byggður, auk þess sem verulegar endurbætur voru gerðar á þeim húsum sem voru keypt. Upp úr 1980 fækkar heimilismönnum í Ási nokkuð allt til ársins 1995, en fer síðan smám saman fjölgandi eftir það. Þegar heimilismönnum hafði fækkað, var nokkuð um laus hús hér í Ási. Þessi hús voru notuð til sumardvala fyrir aldraða. Sumardvalirnar voru þannig skipulagðar, að kirkjusóknir, verkalýðsfélög, líknarfélög og önnur félög með aldraða innan borðs fengu boð um að senda til Hveragerðis 8 manns í 10 daga dvöl. Í Ási fékk fólkið síðan fæði og annan viðurgjörning, en sá sjálft um að koma sér austur og til baka. Reyndar kom þetta fólk alls staðar af landinu, þótt flestir kæmu af höfuðborgarsvæðinu. Þessara sumardvala hafa þúsundir Íslendinga notið og eiga vonandi bjartar minningar héðan. Nú seinni árin hafa þessar sumardvalir lagst af, þar sem ekkert húspláss er laust í Ási. Garðyrkjustöð og trésmíðaverkstæði er ef til vill ekki hefðbundinn hluti af rekstri elliheimilis. Engu að síður hefur Ás rekið hvort tveggja um áratuga skeið. Á trésmíðaverkstæðinu hafa ýmsir hlutir verið smíðaðir bæði fyrir Grund og Ás. Má þar nefna glugga, hurðir, innréttingar og fleira. Í garðyrkjustöðinni er grænmeti ræktað, afskorin blóm og sumarblóm og eru þessar afurðir nýttar af báðum heimilum. Þá hafa þeir heimilismenn í

Heimilispósturinn

17

Ási, sem það vilja og geta, unnið létt störf í garðyrkjustöðinni. Þessi þáttur starfseminnar er mjög mikilvægur og nauðsynlegt að geta boðið heimilisfólkinu upp á þessi fjölbreyttu störf. Þá hafa afskornu blómin og sumarblómin sett hlýjan og fallegan svip á Grund og Ás. Rannsóknastofnunin Neðri Ás var stofnuð í lok sjöunda áratugarins. Hlutverk hennar er að sinna ýmiss konar rannsóknum sem varða íslenska náttúru og fleira því tengdu. Alls hafa verið gefin út yfir 50 vísindarit og skýrslur á vegum stofnunarinnar. Samstarf Neðri Áss, Háskóla Íslands, fyrirtækisins Prokaria, Hveragerðisbæjar og Garðyrkjuskóla ríkisins um rekstur Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði hefur staðið yfir undanfarin ár. Þannig hefur þáttur Neðri Áss sem vísindastofnunar verið tryggður til framtíðar. Þetta samstarf hefur gengið með ágætum og starfsemin er í dag rekin í húsnæði rannsóknarstofnunarinnar að Heiðmörk 34 í Hveragerði. Þessi mikla uppbygging í Ási er fyrst og fremst einum manni að þakka, Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra. Með mikilli vinnuhörku, útsjónarsemi og óbilandi trú á Hveragerði náði hann að virkja aðra með sér í þetta uppbyggingarstarf. Ég tel, að í huga hans hafi Hveragerði verið fyrsta flokks bær fyrir starfsemi þessa. Þá má ekki gleyma konu hans, frú Helgu Björnsdóttur, sem stóð sterk við hans hlið alla ævi og studdi hann til góðra verka. Frá upphafi hefur snyrtimennska einkennt starfsemina í Ási. Þar kemur fyrst og fremst til áhersla Gísla á fagurt umhverfi og góða umgengni. Á göngu sinni um garðana í Ási týndi hann ávallt upp það rusl, sem varð á vegi hans, og setti það í vasann eða fann því stað í ruslafötu. 18

Heimilispósturinn

Ein af ástæðum þess, að Grund var falið rekstur elliheimilis í Hveragerði var sú, að Grund hafði á þeim tíma hjúkrunardeildir í Reykjavík. Aðstaðan í Hveragerði , þ.e. mörg lítil hús, olli því að þegar fólkið þurfti á aukinni umönnun að halda þá fékk það pláss á hjúkrunardeildunum á Grund. Þannig var heimilisfólkinu í Ási tryggð örugg umhyggja allt til æviloka. Þannig hafa mörg hundruð heimilismenn í Ási notið umhyggju og hjúkrunar síðust æviárin á Grund. Upp úr 1990 var farið að huga að byggingu hjúkrunarheimilis í Hveragerði. Formleg beiðni um leyfi til byggingar og reksturs 26 rúma hjúkrunarheimilis var síðan send til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis í júní 1995. Í janúar 1997 veitir ráðuneytið, í samráði við fjármálaráðuneytið, Grund leyfi til að byggja og reka 26 rúma hjúkrunarheimili. Fyrstu skóflustungu að heimilinu tók frú Helga Björnsdóttir, þáverandi stjórnarformaður Grundar, í maí sama ár. Byggingarframkvæmdir hófust um sumarið. Framkvæmdum var að fullu lokið í nóvember 1998 og var heimilið vígt þann 1. desember af þáverandi heilbrigðisráðherra Ingibjörgu Pálmadóttur. Auk hjúkrunardeildarinnar eru í byggingunni skrifstofur Áss, hárgreiðslustofa, fótsnyrting, sjúkraþjálfun og verslun. Þessir þjónustuþættir eru fyrir alla heimilsmenn í Ási, en áður voru þessir þjónustuþættir á sitt hverjum staðnum. Í dag eru 156 heimilismenn í Ási, 26 á hjúkrunarheimilinu, 70 dvalarrými og 60 geðdeildarrými sem rekin eru í samvinnu við geðdeild Landspítalans. Það samstarf hófst á sjöunda áratugnum og hefur í alla staði gengið mjög vel. Geðlæknir og geðhjúkrunarfræðingur á vegum Landspítalans sjá um hluta þjónustunnar við þessa einstaklinga og læknir, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk í Ási sér um annað sem upp á vantar. Margt gott starfsfólk hefur unnið lengi í Ási, og

Heimilispósturinn

19

starfsmannavelta er tiltölulega lítil miðað við heimili í svipuðum rekstri. Ekki er viðeigandi að taka einhvern sérstakan út úr þeim stóra góða hópi, en ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa unnið og eru í vinnu í Ási fyrir þeirra góðu störf. Framtíð Áss er björt. Möguleg uppbygging í framtíðinni er á þremur stöðum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að stækka hjúkrunarheimilið. Viðbygging við það yrði í austurátt þar sem skrifstofur Hveragerðisbæjar eru í dag. Grund hefur kauprétt á húsinu frá árinu 2012 til ársins 2014 og myndi það hús þá verða rifið og 26 rúma hjúkrunardeild byggð í staðinn. Ekki þyrfti að byggja aðra þjónustuþætti svo sem hárgreiðslu, fótsnyrtingu, sjúkraþjálfun og skrifstofu, þar sem sú aðstaða er þegar til staðar. Þessi byggingaráfangi yrði því mjög hagstæður er varðar kostnað á hvert hjúkrunarrými. Ekki veitir af fleiri hjúkrunarrýmum, því biðlistinn eftir slíkum plássum er langur og lengist ár frá ári. Í öðru lagi má nefna, að við Laufskóga og Frumskóga hefur verið deiliskipulögð bygging yfir 20 íbúðaeininga, en ekki er ákveðið, hvort eingöngu verði um einstaklingsíbúðir eða hjónaíbúðir að ræða. Þessar íbúðir munu síðan tengjast þjónustukjarnanum í Ásbyrgi. Hvað varðar framtíðar uppbyggingu skal að lokum nefna, að mögulegt er að byggja íbúðir eða einhverjar þjónustubyggingar á lóð, sem er norðan megin Klettahlíðar, fyrir ofan hjónaíbúðirnar. Engar áætlanir eru þó til um hvers konar byggingar yrðu reistar á þessu svæði. Vegleg afmælishátíð verður haldin í sumar. Ég vil vekja sérstaka athygli á laugardeginum 27. júlí en þá verður opið hús í Ási. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, gos og ís. Þá gefst kjörið tækifæri til að skoða þá fjölbreyttu starfsemi í Ási, sem 20

Heimilispósturinn

áður hefur verið nefnd. Afmælisgestum er einnig boðið að skoða garðyrkjustöð heimilisins og smakka á þeim afurðum, sem þar eru ræktaðar. Sérstök hátíðarmessa verður síðan haldin í samvinnu við félag fyrrverandi sóknarpresta sunnudaginn 28. júlí kl. 14.00. Hvet ég alla áhugasama til að taka þátt í afmælishátíðinni okkar í sumar. Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri í Ási.

Sláturtíð í Ási 1972

Steinunn Sveinsdóttir, Líney, Bjössi á Völlum, Anna Jónsdóttir og Guðfinna Hannesdóttir

Heimilispósturinn

21

Fr. v. Erna Marlen, Þorlákur Guðmundsson, Sigrún Elvarsdóttir, María Þórarinsdóttir, Bjössi á Völlum og Gurli Jónsson

Fr. v. Guðrún Viggósdóttir, Steinunn Sveinsdóttir, Ögn Sigfúsdóttir og Þóra Guðmundsdóttir. Starfsstúlkur í Ásbyrgi 1972.

22

Heimilispósturinn

,,Stærstu trén eru vaxin upp af litlum kvisti"

Heillaóskir frá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar

Í Bókinni um veginn eftir Lao Tse má finna eftirfarandi spakmæli:

Það, sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp; það verður aldrei á braut borið, sem vel er varðveitt. Það vekur virðingu niðjanna.

Aldís Hafsteinsdóttir

Þessi litla tilvitnun finnst mér segja meira en mörg orð. Ekki síst finnst mér hún eiga vel við þegar ég flyt öllum aðstandendum Dvalarheimilisins Áss heillaóskir Hveragerðisbæjar í tilefni af 50 ára starfsafmæli heimilisins. Í upphafi var gróðursett á réttan hátt. Gísli Sigurbjörnsson sá möguleika Hveragerðisbæjar og hafði trú á þeim. Svo mikla trú, að hann tók að sér rekstur dvalarheimilis hér í bæ, sem hlaut nafnið Ás. Dvalarheimilið hefur síðan vaxið og dafnað í nánum tengslum og í réttu samræmi við viðgang þessa bæjarfélags. Rekstur Áss hefur verið samofinn sögu Hveragerðisbæjar enda var dvalarheimilið stofnað einungis 7 árum síðar en bæjarfélagið sjálft. Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra, hefur

Heimilispósturinn

23

sjálfsagt verið vel ljóst mikilvægi þess, að Hveragerði yrði öflugt bæjarfélag. Honum hefur eflaust líka verið ljóst, að öflugt dvalarheimili gæti orðið ein af aðalstoðum þessa blómlega bæjarfélags og þannig gat hvorugt án hins verið. Það hefur líka komið í ljós að dvalarheimilið hefur verið órjúfanlegur hluti af bæjarlífinu í þessi 50 ár. Það er margsannað í ræktun, að sé vel að verki staðið í upphafi, eru mun meiri líkur á, að jurtin dafni en ella væri. Í Ási var vel vandað til í upphafi. Verkin hafa líka borið ríkulegan ávöxt. Niðjar Gísla og frú Helgu hafa borið gæfu til að halda vel utanum reksturinn, þannig að enn er Ás í fararbroddi í öldrunarþjónustu ekki einungis á Suðurlandi heldur á landinu öllu. Nýjungar í rekstrinum eins og rekstur hjúkrunarheimilis hér í Hveragerði hafa gjörbreytt rekstrinum og sýna að vilji er til frekari uppbyggingar. Uppbyggingar sem verður til hagsbóta fyrir Hveragerði sem og heimilisfólk á Ási. Það hefur enn og aftur sannast, að það sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp. Dvalarheimilið Ás er annar stærsti atvinnurekandinn í Hveragerði og þannig burðarás í atvinnulífi bæjarbúa. Heimilinu hefur í gegnum tíðina haldist vel á starfsfólki sem sýnir betur en margt annað þann hug, sem starfsmenn bera til vinnustaðar síns. Heimilisfólkið hefur líka sett sitt mark á bæjarlífið og margir eftirminnilegir einstaklingar átt heimili sitt á dvalarheimilinu í gegnum tíðina. Það að hér í bæ skuli vera rekið jafn stórt dvalarheimili og raun ber vitni setur að sjálfsögðu mark sitt á bæjarbraginn. En þetta sambýli hefur að mínu mati gert okkur 24

Heimilispósturinn

Hvergerðinga umburðarlyndari og víðsýnni en ella. Það eru forréttindi að fá að alast upp í bæjarfélagi, þar sem mannlífsflóran er jafn fjölbreytt og hér er. Rétt er að geta hér einnig umhverfisáhrifa Dvalarheimilisins Áss, en sú hirðusemi, sem þar hefur ríkt um garða og hús, hefur bæði sett svip á bæinn og ekki síður virkað hvetjandi á aðra til að gera slíkt hið sama. Við þessi tímamót er rétt að staldra við og íhuga þau gífurlegu áhrif sem rekstur Áss hefur haft á Hveragerðisbæ. Það er erfitt að ímynda sér bæjarfélagið án þessa rótgróna fyrirtækis. Það er auðvelt að heimfæra eftirfarandi spakmæli Lao Tse á forsvarsmenn Dvalarheimilisins Áss: ,,Stærstu trén eru vaxin upp af litlum kvisti. Turn með níu loftum rís af lágum grundvelli. Margra mílna ferð byrjar á einu skrefi." Í Hveragerði var byrjað smátt, hyggjuvit og fyrirhyggja réði för. Árangurinn sjáum við í dag. Ég vil að lokum ítreka hamingjuóskir mínar til handa forsvarsmönnum og heimilisfólki á Dvalarheimilinu Ási á þessum tímamótum og fyrir hönd bæjarstjórnar óska ég fyrirtækinu allra heilla í framtíðinni.

Aldís Hafsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar

Heimilispósturinn

25

Bergþóra Pálsdóttir

Í herbergi 14 á Hjúkrunarheimilinu Ási býr Bergþóra Pálsdóttir, sem er lesendum Heimilispóstsins að góðu kunn fyrir ljóð sín. Bergþóra hefur verið í Ási í rúm 30 ár, og ég fór til hennar til að forvitnast um uppruna hennar og dvöl hér í Ási. Hvaðan ert þú af landinu? Ég er fædd í Veturhúsum við Eskifjörð þann 28. janúar 1918 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Við vorum 10 alsystkinin, en auk þess ólu foreldrar mínir upp 2 önnur börn, svo barnahópurinn samanstóð af 12 börnum. Hverjir voru foreldrar þínir? Móðir mín hét Þorbjörg Hjartardóttir komin af sjómönnum og kaupmönnum, og faðir minn var Páll Þorláksson bóndi í Veturhúsum. Hvenær byrjaði skáldskapargáfa þín að gera vart við sig? Hún var alltaf til staðar og frá því ég man eftir mér hef ég haft gaman af sagnaritun og kveðskap. Varst þú þá barn að aldri, þegar þú byrjaðir að semja? Nei, ég komst ekki upp með það, það þótti ekki nógu nytsamlegt, mér var ætlað annað hlutverk. Hvenær birtist fyrst eitthvað eftir þig? Það voru barnasögur í Jólablaði Æskunnar 1955, síðan Drengirnir frá Gjögri, 1. bindi 1966 og barnabókin Giggi og Gunna 1973. Þetta voru í byrjun sögur, ljóðin komu síðar.

26

Heimilispósturinn

Hvenær komst þú hingað í Ás og hvernig líkaði þér hér í byrjun? Ég kom hingað 9. des. 1971 og í byrjun þótti mér frekar þröngt um mig. Við vorum 4 saman í Ásum 7 og ég svaf í stofunni. Síðar var ég um alllangt skeið, sem þriðja manneskja, í íbúð með eldri hjónum, en það voru þrenn hjón, sem ég bjó með í gegnum árin. Ég var heppin með sambýlisfólk, þau treystu mörg hver á aðstoð mína, t.d. með sendiferðir og gerði ég mitt besta til að létta undir með þeim. En ein frúin, sem var mér reyndar afskaplega góð, vildi ofvernda mig og ráða því, hverja ég umgekkst, en allir tóku mér nánast sem einni af fjölskyldunni. Í lok dvalar minnar í Ásunum (Ásum 5 ) bjó ég með 2 konum, Louisu Ólafsdóttur organista frá Arnarbæli í Ölfusi og Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Norðurfirði á Ströndum, og var ég þá í einbýlinu, sem var reyndar mjög lítið herbergi. Eftir fráfall Louisu fluttum við Guðrún í Ásgerði, sem var stórt hús, sambýli 8 kvenna. Þegar margir búa saman er erfiðara að ná góðum heimilisbrag og sambúðin var ekki eins ljúf, eins og hún hafði verið hjá okkur þremur í Ásum 5. En allt hefur bæði kosti og galla og í Ásgerði fékk ég stórt herbergi, hafði betra pláss, meira næði og gat sinnt ritstörfum af kappi. Hefur þú tekið virkan þátt í félagslífi hér, t.d. farið í ferðalög? Það hefur hamlað mér í félagslífi, að ég hef átt við raddleysi að stríða eftir bílslys, sem ég lenti í, en ég hef alltaf haft mikla ferðaþrá og ég ætlaði mér út um allan heim. Ég hef samt farið í dagsferðir með heimilisfólkinu hér og einnig í Ölfusréttir. Hvenær komst þú svo hingað á hjúkrunarheimilið og hvernig líkar þér hér?

Heimilispósturinn

27

Ég kom hingað 4. janúar 1999 og finnst algjör lúxus að komast í svona gott herbergi. Hvernig hefur þú kunnað við starfsfólkið í Ási? Hér er saman valið ágætisfólk. Hvað finnst þér hafa breyst hér í gegn um tíðina? Mér finnst fólkið miklu frjálsara nú og ekki eins þröngt um það. Eru einhverjir samferðamenn þínir hérna í Ási þér minnisstæðari en aðrir? Það er tvímælalaust hún Stefanía Brynjólfsdóttir , hún var fötluð og í hjólastól, en með einstaklega gott lundarfar. Ég bjó með henni og Þórarni manni hennar um skeið í Ásum 5. Af starfsfólki er það Líney Kristinsdóttir, sem var hér ráðskona um margra ára skeið. Hún var mikil húsmóðir og ráðagóð, þegar á reyndi. Berþóra, ert þú enn að yrkja? Ég hef nú verið svolítið sljó undanfarið, ekkert gert í heilan mánuð, en mér gekk vel um tíma. Ég vona, að ég rísi upp aftur eftir þessa lægð. Er nokkuð sem þú vilt segja að lokum? Ég þakka Guði fyrir að hafa lent hér, því ég var svo ósjálfbjarga. Með þessum orðum kveðjum við Bergþóru að sinni, en fáum væntanlega eitthvað frá henni til birtingar í framtíðinni. Pálína Sigurjónsdóttir 28

Heimilispósturinn

Stofnun elliheimilis Árnesinga í Hveragerði

Í fórum mínum eftir föður minn, Lýð Guðmundsson hreppstjóra í Litlu-Sandvík, er vélritað blað sem komið er til ára sinna og kemur við sögu Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði. Þetta er stutt lesning sem ég birti hér í heild sinni: Litlu-Sandvík, 9. okt. 1947 Hér með afhendum við yður, herra sýslumaður, sparisjóðsbók við útibú Landsbankans á Selfossi með innistæðu kr. 20.000,00 - tuttugu þúsund krónur- til fyrirhugaðs elliheimilis í Árnessýslu. Gjöfin er veitt með því skilyrði að eitt vistherbergi verði tileinkað Þorvarði heitnum Guðmundssyni frá Litlu-Sandvík og að gamalmenni úr Sandvíkurhreppi hafi forgangsrétt að því. Til sýslumannsins í Árnessýslu Selfossi. Engar undirskriftir eru á bréfi þessu, enda er það greinilegt afrit, en ég hefi fyrir satt, að undir hafi ritað faðir minn og systkini hans, Aldís húsfreyja Selfossi, Svanhildur húsfreyja í Reykjavík og Haraldur er þá var yfirmagnaravörður Ríkisútvarpsins í Reykjavík. Það er ennfremur ættarsögn, að fyrir þetta fé hafi verið keypt tvö íbúðarhús í Hveragerði, sem urðu þá stofninn að elliheimili Árnesinga, sem þar reis 1952 og nefnist nú Dvalarheimilið Ás Ásbyrgi. Nokkur sannleikur er í þessu. Peningarnir komu í góðar þarfir, en þegar ég fór að skyggnast um í Héraðsskjalasafni Árnesinga, þar sem sýslunefndarskjöl þess tíma liggja, varð ég margs meira

Heimilispósturinn

29

vísari. Sagan er annars þessi: Á sýslufundi Árnesinga 1946 seinni part annars fundardags, þann 13. mars var eftirfarandi bókað: ,,Formaður fjárhagsnefndar gat þess, að fram hefði komið í nefndinni hugmynd um það, að vegna mjög aðkallandi þarfa á að stofna og starfrækja elliheimili hér í sýslunni, vildi nefndin leggja það mál fyrir fundinn til athugunar og ákvörðunar, hverjar leiðir heppilegastar væru til tekjuöflunar og til að hrinda stofnun hælisins í framkvæmd sem allra fyrst." Síðar á fundinum samþykkti sýslunefndin að beita sér fyrir stofnun elliheimilis ,,eins fljótt og verða má" og ákvað að veita úr sýslusjóði 25 þúsund krónum, sem byrjunarframlag. Ennfremur var heitið á allar sveitarstjórnir í sýslunni að hefja fjársöfnun til verksins, ,,minnst 30,00 kr. af hverjum íbúa sveitarinnar þetta ár." Sýslunefndin kaus síðan þrjá menn í nefnd til að undirbúa málið og gera tillögur um staðarval fyrir elliheimilið. Nú leið af árið og þegar sýslunefndin kom næst til fundar 20. - 23. maí 1947 var endurnýjað umboð elliheimilisnefndar. Henni var ætlað nú að gæta þess vel ,,að væntanlegt elliheimili hafi það mikið landrými, að gamalt fólk sem ekki hefur verulega tapað starfsorku, geti stundað útistörf við garðrækt o.fl."Sýslunefndin efldi nú styrkveitingu sína til elliheimilissjóðsins, ákvað að hafa hana 50.000 kr. Undirbúningsnefndin hélt gjörðabók frá árinu 1946. Hún er færð með hinni fallegu rithönd Dags Brynjúlfssonar frá Gaulverjabæ allt til ársins 1953. Auk hans voru í nefndinni Eiríkur Jónsson oddviti í Vorsabæ á Skeiðum og Sigurður Kristjáns kaupmaður á Eyrarbakka. Þeir virtu fyrir sér þrjá staði: Laugarás í Biskupstungum, Hveragerði og Selfoss. Laugarás féll fyrst út, ,,æskilegustu staðir voru þegar útmældir áður". Góðir staðir þar 30

Heimilispósturinn

fyrirfundust ekki lengur. Nefndin taldi, að á brekkunum innundir Gufudal væri mikið jarðhitasvæði. Menn horfðu á jarðhitastaði fyrst og fremst. En dagar Hveragerðis voru enn ekki komnir. Árið 1947 afgreiddu nefndarmenn staðinn þannig: ,,Eitt með öðru, sem gjörst hefur á árinu, er að lítil jarðskjálftahræring í Hveragerði kom allmiklu rugli þar á hverina, svo að nýjar holur hafa myndast og aðrar horfið. Komu holur upp jafnvel undir íbúðarhúsunum. Í öðru lagi kom flug mikið í Varmá og aurhlaup nokkuð í brekkum þeim, sem til greina gátu komið, sem land fyrir heimilið. Að öllu þessu athuguðu féllu nefndarmenn algjörlega frá Hveragerði." Selfoss var þá um sinn talinn heppilegasti staðurinn vegna læknisseturs og heppilegra samgangna. Ennfremur var á það bent, að þá væri verið að bora eftir heitu vatni í Laugardælum. Og Selfoss bauð betur. Kom upp hugmynd árið 1947 um land fyrir elliheimilið ,,í landi Laugardæla skammt frá ánni austan við sýslumannsbústaðinn nýja." Eigandi Laugardæla var þá Kaupfélag Árnesinga og tók Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri hugmynd þessari ákaflega vel. Honum og Sigurði Óla Ólafssyni oddvita Selfosshrepps var skrifað sameiginlegt bréf þann 7. mars 1948. Barst fullnaðarloforð frá Agli Thorarensen þann 19. maí sama ár. ,,Lóðin verður gefin", sagði í niðurlagi þess. Hér er án efa rætt um lóð þá, sem Sjúkrahús Suðurlands stendur nú á. Niðurstaða nefndarinnar, dagsett 4. maí 1948, er afdráttarlaus: ,,Tillaga okkar er því sú, að hið væntanlega elliheimili verði byggt á Selfossi, austan sýslumannsbústaðarins, að fengnum löglegum heimildum." Nú var komið að næsta aðalfundi sýslunefndar Árnessýslu, sem haldinn var á Selfossi 2. - 6. maí 1948. Í minni föður míns var hann sá alharðasti sýslufundur, sem hann sat, en í sýslunefnd var hann 1947- 1974. Málið kom fyrst til umræðu

Heimilispósturinn

31

hjá allsherjarnefnd, sem klofnaði um staðarvalið. Meirihlutinn vildi, að elliheimilið yrði reist á Selfossi samkvæmt tillögu elliheimilisnefndar. Fjórir af fimm allsherjarnefndarmönnum voru samstilltir í þessu staðarvali, en séra Helgi Sveinsson í Hveragerði skilaði séráliti. Séra Helgi gengur út frá því, sem staðreynd, að heppilegasti staðurinn fyrir hið fyrirhugaða elliheimili sé í nálægð Hveragerðis og vill hann láta athuga, hvort ekki fáist hjá ríkinu landrými í Reykjahjáleigu við Reyki í Ölfusi eða í Reykjakoti. Þeir staðir fullnægi flestum kröfum sem eru: 1. Heitt og kalt vatn. 2. Nóg landrými. 3. Nærri alfaraleið, þó hæfilega langt frá umferð. 4. Nálægt kauptúni með tilliti til verslunar og verkafólks. 5. Hentugt frárennsli og ódýr vegagerð heim að heimilinu. Séra Helgi fer á flug, er hann lýsir betur hugmyndum sínum um elliheimilið ,,með því sniði að öldruðum hjónum, eða öðru venslafólki, gefist kostur á að búa í einbýlishúsum og stunda tómstundavinnu, og verður því að leggja áherslu á allmikið landrými." Sýslunefndin færði nú styrk sinn niður í 10 þúsund krónur, og hélst svo næstu árin. Þá var ákveðið að efna til merkjasölu fyrir heimilið. Áður er getið um framlög sveitarfélaganna og í bréfi þann 1. apríl 1948 ánýjaði sýslumaður við sveitarfélögin að samþykkja þessi framlög. Jákvæð svör bárust frá 10 sveitarfélögum og þann 4. maí taldi undirbúningsnefndin fjárhagsástæður elliheimilissjóðs vera þessar: 1. Innkomið og lofað fé úr hreppunum kr. 240.0002. Eignir ellistyrktarsjóða hreppanna - 125.000Samtals kr. 365.000Málum þessum lauk á sýslufundinum 1948 þannig, að elliheimilisnefndinni var falinn undirbúningur málsins áfram og fól sýslunefndin þremenningunum ,,jafnframt að taka 32

Heimilispósturinn

fullnaðarákvörðun um stað fyrir stofnunina. ..." Undirbúningsnefndin kom saman þann 7. júní á Selfossi og fór þaðan út í Ölfus. Var Reykjakotseignin skoðuð undir leiðsögn Guðjóns A. Sigurðssonar sýslunefndarmanns í Gufudal. Skemmst er frá því að segja, að nefndin fann Reykjakoti flest til foráttu. Þar myndu brátt hefjast jarðboranir og þar á eftir gufuvirkjun. Því yrði land fyrir elliheimili vart fáanlegt í Reykjakoti án endurgjalds. Árið 1949 var ekki sögulegt í elliheimilismálum Árnesinga. Sigurður Kristjáns hvarf úr nefndinni en við tók Vigfús Jónsson oddviti á Eyrarbakka. Beint lá nú við að leita álits Tryggingastofnunar ríkisins. Í árslok kom fyrir nefndina Oddur Ólafsson á Reykjalundi, sem jafnframt var tryggingalæknir. Taldi hann heppilegast að ætla elliheimili, sjúkrahúsi og heilsuverndarstöð sama staðinn, ,,allt í sömu byggingu". Ýmsir aðrir möguleikar voru kannaðir. Meira að segja kannaði nefndin Húsið á Eyrarbakka. ,,Álítum við þau mundu geta rúmað 10- 15 vistmenn og 2- 3 stúlkur. Kemur til álita, hvort tiltækilegt mundi að koma þarna upp smástöð." Nú kom nýtt útspil frá Hveragerði. Þann 26. apríl 1950 gerði M a g n ú s Ágústsson læknir í Hveragerði nefndinni kost á að fá Frá heimsókn sýslunefndar í Hveragerði íbúðarhús sitt

Heimilispósturinn

33

til kaups. Taldi hann það henta fyrir allt að 20 vistmenn. Nefndin skoðaði húsið, en tók enga ákvörðun. Oddi Ólafssyni tryggingalækni þótti þetta ,,hentug lausn til bráðabirgða". Sýslunefndin, ásamt Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra Þá kom fram ábending um að ,,gamli barnaskólinn" í Hveragerði væri laus og lítið notaður. En nefndinni sýndist, að húsið þyrfti allmikilla umbóta við. Þegar nær dró sýslufundi 1951, óskaði elliheimilisnefndin eftir könnun á því, hversu margar umsóknir myndu berast um dvöl á elliheimili. Nefndin vildi að ráðist yrði í húsakaup, ef í ljós kæmi ,,að minnst 10 gamalmenni, eða aðrir fyrir þeirra hönd, sæki um dvöl á heimilinu". Sýslunefndin tók af skarið á fundi sínum þann 11. maí 1951. Tók hún undir ályktun undirbúningsnefndar og kaus þrjá menn og tvo til vara til eins árs í stjórn Elliheimilisins og féllst á að læknisbústaðurinn í Hveragerði yrði keyptur ef þátttaka yrði viðunandi - allt að 10 vistmenn. Heimilt var nefndinni að ráða starfsfólk, og reglugerð skyldi hún semja fyrir stofnunina. Einn nýr maður kom nú inn í stjórn Elliheimilisins, atorkusamur vel. Var það Guðjón A. Sigurðsson í Gufudal. Þeir Dagur og Vigfús sátu þar áfram, en varamenn voru Eiríkur Jónsson í Vorsabæ og séra Helgi Sveinsson í Hveragerði. Með Guðjóni í 34

Heimilispósturinn

Gufudal kom nýtt hljóð í strokkinn og fundargerðabókin lýsir því svo: ,,Einhverntíma sumarsins 1951 komst til tals milli þeirra Guðjóns í Gufudal og forstjóra Elliheimilisins Grundar, Gísla Sigurbjörnssonar, að hann tæki að sér að reka Elliheimilið í Hveragerði." Þann 11. september var svo smiðshöggið rekið. Þá mætti í læknishúsinu í Hveragerði elliheimilisnefndin ásamt Páli Hallgrímssyni sýslumanni. Þangað kom og Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Grundar. Þar var samkomulag gert um ,,að sýslan skaffi læknishúsið svonefnda, Hverahlíð 17 í Hveragerði, svo og annað hús rétt hjá, Brattahlíð 17. ... Gegn þessu vill Gísli taka að sér að stofna og reka gamalmennaheimili þarna og hafa á vist 25 gamalmenni úr Árnessýslu eða á sýslunnar vegum." Samningar um þessi efni voru gerðir þann 21. september 1951 og undirritaðir af elliheimilisnefnd annars vegar og stjórn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavík hins vegar. Þessi gjörð var staðfest af sýslunefnd Árnessýslu á fundi hennar á Selfossi 2. maí 1952. Elliheimilið í Árnessýslu var orðin staðreynd. Ekki var þó þessi atburðarás eins og ég hélt áður. Sagt var mér, að minningargjöfin um Þorvarð Guðmundsson hefði dugað til að kaupa tvö hús í Hveragerði sem stofn til elliheimilisins.. Það sanna er, að húsin kostuðu 275.000 kr. (læknisbústaðurinn) og 250.000 kr. (hús Bjarna Eyvindssonar). Ég fullyrði þó að minningargjöfin hafi verið þörf vítamínssprauta við upphaf þessa mikla máls. Hins vegar er það skondin staðreynd, að ekkert gamalmenni úr Sandvíkurhreppi, þeim sem starfaði 1947 - 1998, þáði vist í elliheimili Árnessýslu. Ekki fyrr en hreppur sá var allur, og móðir mín, Aldís Pálsdóttir, dvaldi þar síðustu árin í lífi sínu. Fyrir þá umönnun og alúð, sem henni var sýnd á Hjúkrunarheimilinu

Heimilispósturinn

35

Ási, verðum við systkinin eilíflega þakklát. Svo veit ég um marga fleiri og finnst, að Árnesingar hafi til mikils barist er þeir undirbjuggu og stofnuðu elliheimilið í Árnessýslu fyrir fimmtíu árum. Páll Lýðsson

Svipmyndir úr Ási

36

Heimilispósturinn

Réttaferð

Heimilispósturinn

37

Hanna litla

Hanna litla! Hanna litla! Heyrirðu ekki vorið kalla? Sérðu ekki sólskinshafið Silfurtært um bæinn falla? Það er líkt og ljúfur söngur Líði enn um hjarta mitt, ljúfur söngur æsku og ástar, er ég heyri nafnið þitt! Hanna litla! Hanna litla! Hjartans barnið glaðra óma. Ástarljóð á vorsins vörum. Vorsins álfur meðal blóma. Þín er borgin björt af gleði. Borgin heit af vori og sól. Strætin syngja. Gatan glóir. Grasið vex á Arnarhól. Hanna litla! Hanna litla! Herskarar af ungum mönnum Ganga sérhvern dag í draumi, Dreyma þig í prófsins önnum. Og þeir koma og yrkja til þín Ódauðlegu kvæðin sín. Taka núll í fimm, sex fögum Og falla ­ af tómri ást til þín.

38

Heimilispósturinn

Svona er að vera seytján ára Sólskinsbarn með draum í augum, Ljúfan seið í léttu brosi, Leynda þrá í ungum taugum. Heimurinn dáir Hönnu litlu. Hanna litla á alla tíð Konungsríki í hverju hjarta. Hún er drottning ár og síð. Hanna litla! Ég veit, að vorsins Vináttu þú aldrei missir. Og þú verður alla tíma Ung og ­ saklaus, þótt þú kyssir. Gríptu dagsins dýra bikar. Drekktu örugg lífsins vín. Nóttin bíður björt og fögur. Borgin ljómar. Sólin skín. Tómas Guðmundsson

Heimilispósturinn

39

Svipmyndir úr Ási

40

Heimilispósturinn

Svipmyndir úr Ási

Heimilispósturinn

41

,,Fyrsta ausan"

Mánudaginn 10. júní sl. var tekin fyrsta ausan að nýju eldhúsi í Ási. Um er að ræða 100 fermetra viðbyggingu við núverandi eldhús. Öll eldunaraðstaða kemur til með að batna verulega auk þess sem að í nýja eldhúsinu verður þurrvörulager, kælir og frystir. Þetta geymslurými er í dag á þremur mismunandi stöðum þannig að flutningar á hráefni á milli staða leggjast af. Einn heimilismannanna okkar sá um þessa flutninga í nær 15 ár, hann Andrés Ásmundsson. Til stóð að hann tæki fyrstu skóflustunguna þar sem að við byggingu Eyjólfur ásamt undirrituðum eldhússins legðist starf hans niður. Því miður entist honum ekki ævin til þess en hann lést í byrjun júní. Það varð því úr að Eyjólfur Kolbeins matreiðslumeistari tók fyrstu ausuna að byggingunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá Eyjólf með ausuna góðu auk undirritaðs. Húsið á að vera fokhelt og með frágengin bílastæði og lóð í kring þann 1. október nk. Verktaki er BR ­ hús í Kópavogi. Gísli Páll Pálsson.

42

Heimilispósturinn

Efnisyfirlit

Ágætu lesendur. .................................................................. 2 Lamb heimsækir Ás ............................................................ 8 Dvalarheimilið Ás 50 ára ..................................................... 9 Ragnheiður Þorgilsdóttir .................................................. 11 50 ára saga Áss ................................................................. 15 Sláturtíð í Ási 1972 ............................................................ 21 Heillaóskir frá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar ................ 23 Bergþóra Pálsdóttir ........................................................... 26 Stofnun elliheimilis Árnesinga í Hveragerði ................... 29 Svipmyndir úr Ási ............................................................. 36 Réttaferð............................................................................. 37 Hanna litla .......................................................................... 38 Svipmyndir úr Ási ............................................................. 40 Svipmyndir úr Ási ............................................................. 41 ,,Fyrsta ausan"................................................................... 42

Ritstjóri: Helga Gísladóttir Umsjón og uppsetning: Hrafnhildur Faulk Prentun: Prenthúsið Eintök: 2000

Heimilispósturinn

43

44

Heimilispósturinn

Information

Heimilispósturinn sumar 2002

44 pages

Report File (DMCA)

Our content is added by our users. We aim to remove reported files within 1 working day. Please use this link to notify us:

Report this file as copyright or inappropriate

749997