Read Microsoft Word - Sumarbaeklingur2010.docx text version

Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Sundlaug, íþróttahús og íþróttavellir.

Sími sundlaug 561-1551 Sími íþróttahús 561-2266 Sími Suðurstrandavöllur 571-0160

Sundlaug

Sundlaugin hefur verið heilsuperla almennings í gegnum tíðina þar sem fólk ræktar líkama og sál. Með tilkomu heilsuræktar í tengslum við sundlaugina er boðið uppá fyrsta flokks aðstöðu fyrir alla aldurshópa.

Í boði er 25 metra sundlaug sem er 29° heit ­ barnalaug sem er 35° heit ­ vaðlaug sem er 37° heit og 4 potta með hitastigi frá 37° upp í 44°. Vatnið í laugunum og tveimur pottum kemur frá eigin borholum og er afar steinefnaríkt og gott fyrir húðina. Því ættu allir að finna e-ð við sitt hæfi, hvort sem fólk kemur til þess að synda, slaka á í mjúku vatninu eða leysa heimsvandamálin í heitu pottunum. Starfsfólk sundlaugar mun taka vel á móti ykkur.

Gjaldskrá og afgreiðslutímar sundlaugar: Fullorðnir frá 18 ára Stakur 10 skipta 3ja mán.kort 1/2 árs kort 360 2.500 9.000 14.000 Börn frá Stakur 120 6 ára 10 skipta 900

Greitt er 1.350 og 1.000 til baka

Árskort 24.000

Árskort 10.000

Leiga sundfata Leiga handklæðis

350 250

Sundlaugin er opin sem hér segir: Mán. - föstud.frá kl. 06:30 - 22:00. Laugard.og sunnud.frá kl. 08:00 - 20:00

Eimbað Eimbaðið er á útisvæði sundlaugarinnar og geta allir sem fara í sund nýtt sér þessa frábæru aðstöðu án þess að greiða sérstaklega fyrir hana.

Vatnsleikfimi Vatnsleikfimin verður í sumar eins og venjulega. Tveir skemmtilegir hópar kvölds og morgna og þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir hana heldur er hún innifalin í aðgangsverði sundlaugar. Tímarnir verða fjórir í viku eins og áður, tveir á morgnana og tveir á kvöldin. Allir velkomnir.

Sundnámskeið

Sundnámskeið verða haldin í sumar í júní og ágúst fyrir börn fædd 2004 og eldri. Fyrra námskeið: 7. ­ 18. júní Seinna námskeið: 9. ­ 20. ágúst

Verð námskeiðis er kr. 5.000.Systkinaafsláttur er 20%. Raðað er í hópa eftir getu og eru hópar fyrir byrjendur og lengra komna bæði fyrir og eftir hádegi. Einnig er fyrirhugað að mynda leikjahóp fyrir börn fædd 2005 ef næg þátttaka næst. Innritun og greiðsla fer fram þriðjudag og miðvikudag 2.-3. júní á milli kl. 15:00 ­ 18:00 í sundlauginni. Einnig er hægt að innrita í síma 561-1700 á sama tíma. Innritun á seinna námskeiðið mun svo haldið áfram í afgreiðslu sundlaugar í síma 561-1551 fram að námskeiði.

Fullorðinsnámskeið í sundi

Fyrirhugað er að halda skriðsunds-námskeið í sumar. Auglýst nánar síðar.

Leikja- og ævintýranámskeið

Sumarnámskeið fyrir börn 6 ­ 9 ára ( fædd 2001 ­ 2004 ) á vegum Seltjarnarnesbæjar í júní og júlí. Það eru vandaðir leiðbeinendur á námskeiðunum auk aðstoðarfólks frá vinnuskóla. Ýmislegt verður í boði á námskeiðunum t.d. sundferðir, íþróttir, föndur, leikir, skoðunarferðir, listsköpun ofl. Það verður því líf og fjör í allt sumar. Skipulögð dagskrá er frá klukkan 9:00 ­ 16:00, en boðið er upp á gæslu frá klukkan 8:00 -9:00 og 16:00 -17:00. Taka þarf fram ef þörf er á þeirri gæslu. Þátttakendur þurfa að hafa með sér kjarngott nesti, sundföt, hlífðarfatnað og annan fatnað er hæfir veðri og viðburðum hverju sinni. Námskeiðin verða sem hér segir: 7. júní - 18. júní 21. júní - 2. júlí 5. júlí - 16. júlí 19. júlí ­ 30. júlí Hægt er að velja heilan eða hálfan dag. Verð kr. 8.600 allur dagurinn. Verð kr. 4.800 hálfur dagurinn. Systkinaafsláttur er 20%. Skráning fer fram dagana 25., 26. og 27. maí í Selinu á milli kl. 10:00 og 16:00. Upplýsingar í síma 595 9177 og 595 9178.

Survivor­námskeið Survivornámskeið fyrir börn 10-13 ára. fædd 2000-1997 verður haldið á vegum Seltjarnarnesbæjar. 7. júní - 18. júní 21. júní - 2. júlí 5. júlí - 16. júlí 19. júlí ­ 30. júlí Survivor þema verður á námskeiðinu, það verða búnir til tveir ættbálkar sem taka þátt í ýmsum þrautum. Ath. enginn verður kosinn burt af námskeiðinu.!!! Á námskeiðunum verður einnig farið í bátsferð, hjólreiðaferð, sund og íþróttir auk þess sem gist verður í tjaldi/skáli yfir eina nótt. Dagskrá námskeiðsins er frá klukkan 10:00-13:00 og þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti og hlýjan fatnað. Verð kr. 4.800. Skráning fer fram dagana 25., 26. og 27. maí í Selinu á milli kl. 10:00 og 16:00. Upplýsingar í síma 595 9177 og 595 9178.

Smíðavöllur

Í sumar verður starfræktur smíðavöllur á vegum bæjarins fyrir börn 8 ára (f. 2002) og eldri. Völlurinn verður staðsettur við Mýrarhúsaskóla og er starfræktur í júní og júlí, en völlurinn er opinn frá kl. 9:00 ­ 12:00 og 13:00 ­ 16:30 daglega. Ath ! Þátttakendur eru á eigin vegum og geta því komið og farið að vild. Verð á hvern þátttakanda er kr. 3200, en innifalið í þvi verði eru efniviður, naglar og verkfæri ásamt aðstoð frá leiðbeinanda. Skráning fer fram dagana 25., 26. og 27. maí í Selinu á milli kl. 10:00 og 16:00. Upplýsingar í síma 595 9177 og 595 9178

Leikjanámskeið Seltjarnarneskirkju Leikjanámskeið fyrir börn 6-10 ára verða haldin í Seltjarnarneskirkju í ágúst eins og fyrri ár. Námskeiðin eru frá 3.- 6. ágúst og 9.-13. ágúst. Dagskrá er frá kl.09:00 - 16:00. Boðið er upp á gæslu milli kl.08:00 09:00 og 16:00 - 17:00. Margt skemmtilegt verður í boði s.s fræðsla, föndur, stuttar ferðir, leikir o.fl. Reyndir leiðtogar Seltjarnarneskirkju leggja áherslu á að börnunum líði vel í notarlegu umhverfi og að hvert barn fái að njóta sín sem einstaklingar. Nauðsynlegt er að börnin hafi með sér hádegis- og kaffinesti. Skráning er í síma 561-1550 eða netfangið [email protected] og einnig eru upplýsingar á heimasíðu kirkjunnarwww.seltjarnarneskirkja.is

Knattspyrnudeild Gróttu

Nú fer sumarvertíðin að hefjast hjá fótboltanum. Allar æfingar munu fara fram á gervigrasvellinum við Suðurströndina við bestu aðstæður. Verkefnin verða mörg hjá yngri flokkunum og ásamt því að senda lið til keppni á Íslandsmót í öllum karlaflokkum þá sendum við einnig lið til móts í 6., 5. og 4.flokki kvenna . Yngstu flokkarnir fara á Skagamótið á Akranesi, Shellmótið í Vestmannaeyjum og N1 mótið á Akureyri. 4. og 3.flokkur karla fara á mót erlendis í ágúst. Knattspyrnuskóli í boði fyrir krakka fædd á árunum 2000-2005. Skólinn verður frá 9:00-12:00. Sérstakur afreksskóli verður fyrir krakka fædd á árunum 19991996. Nánar um það annars staðar í bæklingnum. Upplýsingar um þjálfara og æfingatíma einstakra flokka er að finna á vef knattspyrnudeildar á www.grottasport.is Allar upplýsingar um starf knattspyrnudeildar veitir Ásmundur Haraldsson, [email protected] ­ 8998708

Hér er að finna alla leiki mfl.karla í knattspyrnu í sumar en Grótta leikur í sumar í 1.deild karla á Íslandsmótinu í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Afreksskóli knattspyrnudeildar Í sumar verður boðið upp á sérstakan afreksskóla fyrir stráka og stelpur í 5.flokki og 4.flokki en það eru krakkar sem voru að klára 5.-8. bekk í vor. Æft verður 4x í viku fyrir hádegi í 6 vikur. Hægt er að vera á námskeiðinu í viku og viku. Æfingarnar verða að mörgu leyti öðruvísi en hefðbundnar fótboltaæfingar en meðal annars verður farið í tækni, leikfræði, og annað tengt fótboltanum en hverri viku er helgað sérstakt þema. Krakkarnir æfa þá tvisvar á dag með hefðbundnum æfingum en æfing að morgni til gæti verið fyrirlestur eða tækniæfing útá velli. Góðir gestir og atvinnumenn munu koma í heimsókn og ræða við krakkana um hin ýmsu málefni. Síðastliðið sumar voru þeir Heimir Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Tryggvi Guðmundsson, Bjarni Guðjónsson og Kristján Finnbogason meðal gesta. Aðalatriðið er að krakkarnir fái öðruvísi kennslu í knattspyrnu og aðra sýn á íþróttina. Æft verður mánudaga til fimmtudaga frá 10:30-12:00. Verð fyrir 6 vikur er 18.000 krónur en einstök vika kostar 3500 krónur. Ef um systkini er að ræða þá er borgað fullt gjald fyrir fyrsta barn, hálft fyrir annað barn og þriðja barn fær frítt. Námskeiðið hefst mánudaginn 7.júní kl. 10:00. Námskeiðinu lýkur svo fimmtudaginn 15. júlí. Skólastjóri og aðalleiðbeinandi verður Ásmundur Haraldsson, yfirþjálfari knattspyrnudeildar og aðalþjálfari meistaraflokks Gróttu (KSÍ UEFA A). Skráning tilkynnist á netfangið [email protected] Allar upplýsingar um greiðslur og þess háttar verða sendar út í tölvupósti áður en námskeiðið hefst.

Knattspyrnuskóli Gróttu

Knattspyrnudeild verður með knattspyrnuskóla fyrir krakka fædd á árunum 2000 til 2004 en það eru krakkar sem verða í 1.-5. bekk næsta haust. Hægt er að skrá yngri iðkendur en þá er það gert í samráði við skólastjóra knattspyrnuskólans. Knattspyrnuskólinn er frá kl. 9:00-12:00 frá mánudegi til föstudags. Margt verður til gamans gert, m.a. munu þekkt andlit kíkja í heimsókn en að auki verða margs konar keppnir s.s. HM, vítakeppni og knattþrautir. Lögð verður áhersla á að kenna grunnþætti knattspyrnunnar með skemmtilegum leikjum og æfingum. Skólastjóri knattspyrnuskólans er Ásmundur Haraldsson, yfirþjálfari knattspyrnudeildar og aðalþjálfari meistaraflokks Gróttu (KSÍ UEFA A) en aðalleiðbeinendur skólans verða þau Orri Axelsson og Hrund Jónsdóttir ásamt ungum og efnilegum þjálfurum úr 2. og 3.flokki félagsins. Knattspyrnuskóli Gróttu fyrir krakka í 8.fl., 7.flokki og 6.flokki. Námskeið 1 7. - 18. júní Námskeið 2. 21. júní ­ 2. júlí Námskeið 3 5. júlí ­ 16. júlí Námskeið 4 19. júlí ­ 30. júlí Verð kr. 4800. Systkinaafsláttur er 20%. Innritun fer fram í Selinu dagana 27.-29. maí frá kl. 10:00 ­ 16:00.

Foreldrar athugið! Börnum er boðið upp á að sameina leikjanámskeið og knattspyrnuskólann og kostar það einungis 8.600 krónur (allur dagurinn). Börn sem eru á leikjanámskeiði og hafa áhuga á að komast í knattspyrnuskólann geta með þessu móti slegið tvær flugur í einu höggi. Þetta tilboð gildir einungis fyrir börn sem eru allan daginn á námskeiðum hjá Seltjarnarnesbæ. Upplýsingar í síma 595 9177 og 595 9178.

Fimleikadeild Gróttu Lágmarksstarfsemi mun verða hjá hópum fimleikadeildar í sumar að frátöldum æfingum keppnishópa stúlknan og drengja. Fimleikadeild Gróttu verður með fjögur námskeið fyrir 6-9 ára stúlkur (f.20002003) í júní. Námskeiðin eru ætluð stúlkum sem að æfðu fimleika í vetur og eru kl. 9-12 alla virka daga. Stúlkunum verður skipt í hópa á æfingunum eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Lögð verður áhersla á fimleika ásamt leikjum, sundferðum og fleiru. Þjálfarar deildarinnar munu hafa umsjón með námskeiðunum. Skráning fer fram með því að senda skráningu á [email protected] fyrir 23. maí. Einnig er hægt að nálgast skráningarblað hjá þjálfurum fimleikadeildar. Ef að færri en 15 stúlkur skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður. Hvert námskeið kostar 7.000- krónur, en ef farið er á fleiri en eitt námskeið þá kostar hvert námskeið 5.500. krónur. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin með því að senda póst á [email protected] Námskeið: 1: 7.- 11. júní

2: 14.- 18. júní 3: 21.- 25.júní 4: 28. júní ­ 2. júlí

Námseið í ágúst Fimleikadeildin ætlar að hafa námskeið fyrir 5-9 ára krakka (f. 2000-2004) í ágúst. Um er að ræða námskeið frá kl. 13-16 þar sem eru léttar fimleikaæfingar og leikir. Það verða 3 námskeið í boð og kostar hvert þeirra 7.000 kr. en ef farið er á fleiri en eitt námskeið þá kostar það 5.500 krónur. Skráning fer fram með því að senda skráningu á [email protected] fyrir 23. maí. Einnig er hægt að nálgast skráningarblað hjá þjálfurum fimleikadeildar. Ef að færri en 15 krakkar skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður. Námskeið: 1: 3.-6. ágúst 2: 9.-13. ágúst 3: 16.-20. ágúst Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðið með því að senda póst á [email protected] Nýtt tímabil hefst síðan í september og verður innritun í maí. Nánari upplýsingar gefur Kristín framkvæmdastjóri Gróttu í síma 561-1133 eða [email protected]

Handknattleiksdeild Gróttu

Í sumar verður starf handknattleiksdeildar í lágmarki. Æfingar yngstu krakkanna (8. ­ 5.flokks) byrja aftur um leið og skólar Seltjarnarness en æfingar eldri flokkanna hefjast í kringum verslunarmannahelgi. Handboltaskóli og afreksskóli Gróttu Handboltaskóli Gróttu verður starfræktur í 3 vikur í sumar, 3. ­ 20. ágúst fyrir börn fædd frá og með 2004. Í handboltaskólanum verður börnum skipt niður eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers aldurs fyrir sig. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa. Þjálfarar og leikmenn meistaraflokka munu sjá um þjálfun auk annarra góðra gesta. Byrjendur eru velkomnir. Skólinn verður frá kl. 9:00-12:15 en boðið verður upp á gæslu frá kl. 8:15 og að skóla loknum til kl. 13:00. Enn fremur verður verður sérstakur afreksskóli fyrir eldri flokkana þar sem meiri kröfur eru gerðar til þátttakenda. Þær æfingar verða samtvinnaðar með fyrirlestrum og öðru áhugaverðu. Handboltaskólunum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 20.ágúst. Verð: 1 vika 6.500 kr. Vikur 1-2 (3.-13.ágúst) 11.000 kr. Vikur 1-3 (3.-20. ágúst) 14.500 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur. Tekið á móti skráningum á netfanginu [email protected] Nánari upplýsingar í sumar á heimasíðu félagsins, www.grottasport.is

TKS Trimmklúbbur Seltjarnarness

Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) er líklega elsti trimmklúbbur landsins. Hann var stofnaður árið 1985 þegar nokkrir áhugasamir trimmarar fóru að hittast reglulega við Sundlaug Seltjarnarness. Árum saman hélt sá merki brautryðjandi almenningsíþrótta, Margrét Jónsdóttir, utan um starf klúbbsins. Kjörorð hennar var "Muna að hafa gaman" og er starfið enn á þeim nótum. Hópurinn hittist þrisvar í viku árið um kring í anddyri Sundlaugar Seltjarnarness á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.30 og á laugardögum kl. 9:30. Þá er hitað upp með þjálfara og síðan gengið, skokkað, hlaupið eða hjólað mislangt, allt eftir áhuga og getu. Flestir geta fundið sér félaga á sama hraða því hópurinn er breiður. Oftast er hlaupið út með sjó og svo mislangt inn í Reykjavík. Endað er á teygjum og margir fara síðan ávallt í heita pottinn í sundlauginni. Á miðvikudögum er endað á styrktar- og teygjuæfingum í sal og á laugardögum farið í þolæfingar.

Ýmislegt er gert utan fastra tíma. Á hverju sumri er farið í nokkurra daga gönguferðir um óbyggðir landsins, við miklar vinsældir. Einnig er farið í styttri göngur og bryddað upp á ýmsu til tilbreytingar svo sem kakói og rúnnstykkjum eftir skokk, fræðslufundum, árshátíð og fl. Þá stendur TKS stendur fyrir Neshlaupinu í maímánuði ár hvert. Seltjarnarnesbær leggur til þjálfara, en félagar greiða 2.000 kr. árgjald sem notað er til að halda uppi félagslífinu. TKS er félagsskapur fyrir alla sem hafa áhuga á útivist og hreyfingu. Þar hittist fólk á öllum aldri með misjafna getu. Það er ávallt tekið vel á móti nýliðum og þjálfarinn sinnir byrjendum sérstaklega. Skráning í upphafi er ekki nauðsynleg heldur geta áhugasamir mætt á æfingatímum. Allir velkomnir ! Dagskrá TKS liggur alltaf frammi í sundlauginni. Heimasíða TKS er www.tks.is Formaður TKS er Steinunn Sigurþórsdóttir, netfang [email protected]

Nesklúbburinn

Krakka- og unglinganámskeið 2010. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna undirstöðuatriðin í golfleik, helstu golfreglur, framkomu og umgengni á golfvelli. Skráning á námskeiðin hefst mánudaginn 3.maí í síma 561-1930. Námskeiðin verða auglýst nánar á heimasíðu klúbbsins golf.is/nk undir unglingar. Yfirumsjón með námskeiðunum verður í höndum Nökkva Gunnarssonar golfkennara. Námskeið 1. 07. ­ 11. júní kl. 09.00 ­ 12.00 Námskeið 2. 14. ­ 18. júní kl. 09.00 ­ 12.00 Námskeið 3. 21. ­ 25. júní kl. 09.00 ­ 12.00 Námskeið 4. stúlknanámskeið 28. ­ 02. júlí kl. 09.00 ­ 12.00 Aldurstakmark er 8 ár og verð pr. námskeið kr. 9.000 Heimasíða Nesklúbbsins er www.golf.is/nk Tölvupóstfang er [email protected]

Vinnuskólinn

Vinnuskólinn verður settur í Valhúsaskóla mánudaginn 7. júní kl. 11:00. Þangað mæta unglingar fæddir 1994, 1995 og 1996. Unglingar fæddir 1994 fá vinnu 7 stundir á dag frá kl. 8:30 ­ 15:30 fjóra daga vikunnar. Unglingar fæddir 1995 og 1996 fá vinnu 3,5 tíma á dag, 4 daga vikunnar. Ekki er unnið á föstudögum. Starf Vinnuskólans mun verða með sama hætti og undanfarin ár. Vinnuskólinn sér um að halda bænum hreinum, fegra hann með sumarblómum og runnum, mála leiktæki o.fl. Einnig fer fólk frá Vinnuskólanum inn á golfvöll, íþróttanámskeið, leikja og fræðslunámskeið til aðstoðar.

Bókasafnið

Sumarlestur Bókasafns Seltjarnarness á Eiðistorgi Lestur er bestur! SUMARLESTUR fyrir grunnskólabörn verður á bókasafninu í sumar. Verkefnið byrjar 1. júní og því lýkur 1. september. Markmiðið er að auka færni í lestri með því að lesa líka á sumrin og að börnin kynnist almenningsbókasafni bæjarins sér til gagns og gamans. Allt sem þarf að gera er að skrá lesnar bækur á lestrarblöð og skila þeim í afgreiðslu bókasafnsins. Á lestrarblaðið á að tiltaka heiti bókar, höfund, blaðsíðufjölda og skrifa stutta umsögn um bókina. Þegar

börnin skila fyrsta lestrarblaðinu verða þau sjálfkrafa þátttakendur í Sumarlestri Hægt verður að fá lestrarblöð á bókasafninu í allt sumar og byrja hvenær sem er að lesa. Uppskeruhátíð verður haldin í september þar sem veitt verða verðlaun og viðurkenningar ásamt lukkumiðunum vinsælu. Veitingar verða í boði og óvæntar skemmtilegar uppákomur. Bókasafnið er opið: Mánudaga til fimmtudag 10:00-19:00 og föstudaga 10:0017:00

+

Velkomin á söfnin í Nesi

Nesstofa -- Lækningaminjasafn Íslands Í sumar er Nesstofa opin alla daga á milli 13:00 ­ 17:00. Þar eru til sýnis gripir sem hafa fundist við fornleifarannsóknir í Nesi og bregða ljósi á líf og störf í og við Nesstofu á 18. og 19. öld: Hægt er að fræðast um áform um uppbyggingu safnasvæðisins og áframhaldandi fornleifarannsóknir í Nesi í samstarfi við Háskóla Íslands. Einnig er byggingarsögu Nesstofu gerð góð skil í leiðsögubæklingi sem unninn er í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Í lok ágústmánaðar opnar Urtagarður á safnasvæðinu en þar verður hægt að fræðast um nýtingu jurta til lækninga og lyfjagerðar. Reglulega verður boðið upp á leiðsagnir um Nesstofu og bæjarhólinn. Nánari upplýsingar um dagskrá sumarsins má nálgast á www.laekningaminjaafn.is og í síma 5959 100. Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir hópa utan opnunartíma í síma 844 10 35.

Lyfjafræðisafnið Í sumar er Lyfjafræðisafnið opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum milli 13.00 og 17.00. Lyfjafræðisafnið var opnað almenningi 1994. Þar eru til sýnis helstu tæki, sem notuð hafa verið til lyfjagerðar öldum saman. Þótt gripir safnsins séu flestir frá fyrri hluta 20. aldar hafa tækin haldist mikið til óbreytt, og það svo að verksmiðjur nútímans byggja enn á sömu tækni og sýnd er, þótt afkastameiri séu. Einnig er í safninu hægt að sjá sýnishorn af apóteksinnréttingum, sem eru frá fyrstu tugum 20. aldar. Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir hópa utan opnunartíma í síma 862 4119. Aðgangur að söfnunum í Nesi er ókeypis

Á fjöru er hægt að komast fótgangandi út í Gróttu. Hægt er að dvelja í eynni á fjörunni í um 6 klst. Lokað er fyrir umferð út í Gróttu á varptímanum þ.e. frá og með 1. maí til 30. júní. Upplýsingar um flóð og fjöru er að finna í flóðatöflu á heimasíðu bæjarins og á skilti á bílastæðinu við Gróttu. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is og í síma 5959 100.

Jónsmessuganga menningarnefndar verður farin miðvikudaginn 23. júní. Nánari upplýsingar á viðburðardagatali á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is þegar nær dregur.

17. júní hátíðahöldin í ár verða með þjóðmenningarlegu sniði og munu að mestu fara fram við Félagsheimilið og íþróttasvæðið. Þá vilja aðstandendur 17. júní hátíðahaldanna hvetja bæjarbúa til að klæðast þjóðbúningnum á þjóðhátíðardaginn. Nánari upplýsingar munu birtast á viðburðardagatalið á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is er nær dregur.

World Class

World Class Seltjarnarnesi er 2000 fm heilsuræktarstöð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í stöðinni er bjartur og rúmgóður tækjasalur með nýjustu heilsuræktartækin. Salir eru fyrir fjölbreytta hóptíma, Crossfit, dans og jóga ásamt notalegri baðstofu. Afgreiðslutímar Alla virka daga 06:00-22:30* Helgar 08:00-20:00* *tækjasalur lokar 30 mín fyrr. Allar frekari upplýsingar er að finna á www.worldclass.is

Tómstundastyrkir Seltjarnarnesbæjar

Helstu staðreyndir um tómstundastyrkina

Öll börn og ungmenni með lögheimili á Seltjarnarnesi á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á 25 þúsund króna ómstundastyrk. Tómstundastyrkina er hægt að nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega a.m.k. 10 vikur og að ástundun sé a.m.k. 70%. Tómstundastyrkurinn getur nýst í hvers kyns íþrótta,

lista og tómstundaiðkun. Heimilt er að nýta tómstundastyrkina utan sveitarfélagsins. Tómstundastyrki er ekki heimilt að færa milli ára. Styrkur fellur niður sé ekki um hann sótt á því ári sem styrkþegi stundar íþrótt/tómstundir. Styrkir eru ekki greiddir vegna tónlistarnáms. Tómstundastyrkir eru að hámarki 25.000 kr. á ári. Hvert barn getur fengið tómstundastyrk vegna tveggja íþróttagreina/tómstunda en framlagið getur þó aldrei orðið hærra en hámarksstyrkur. Styrkumsækjandi skal skila umsókn á sérstöku eyðublaði ásamt greiðslukvittun til bæjarskrifstofu Seltjarnarness. Staðfesting á greiðslu/kvittun fylgi umsókn vegna tómstundastyrkja. Styrkumsóknir eru teknar til afgreiðslu þrisvar á ári og styrkir greiddir, uppfylli þeir ofangreind skilyrði, í janúar, júní og september ár hvert. Foreldrar og forsjáraðilar geta kynnt sér reglur um tómstundastyrki á vef bæjarins undir samþykktir http://www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir//nr/3223. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á vefslóðinni https://rafraent.seltjarnarnes.is

Information

Microsoft Word - Sumarbaeklingur2010.docx

26 pages

Report File (DMCA)

Our content is added by our users. We aim to remove reported files within 1 working day. Please use this link to notify us:

Report this file as copyright or inappropriate

217664