Read 1857611404tbl_apr_06_orlofsblad.pdf text version

4. tölublað 48. árgangur apríl 2006

ORLOFSBLAÐ

Hvað er í boði sumarið 2006?

Umsóknarfrestur um orlofshúsin rennur út á miðnætti 18. apríl.

Orlofshús sumarið 2006

S ÚÐAVÍK ÚÐAVÍK

Akureyri/ Kjarnaskógur Eiðar

Illugastaðir

Arnarstapi

Húsafell Munaðarnes/Stóruskógar Djúpivogur

Brekkuskógur Reykjavík

Nýtt

Syðra-Langholt

Lindarbakki

Vaðnes Akurgerði

Ábyrgðarmaður: Árni St. Jónsson. Ritnefnd: Bjarnþóra María Pálsdóttir, Friðrik Atlason, Guðmundur Garðar Guðmundsson, Guðrún Valgerður Bóasdóttir og Svala Norðdahl. Umsjón: Árni St. Jónsson og Jóhanna Þórdórsdóttir. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja Skrifstofa SFR er 3. hæð á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Sími 525-8340. Bréfasími 525-8349. Opið virka daga kl. 8-16:30 nema föstudaga til kl. 16. Símatími kl. 9­16. Netfang [email protected] Veffang www.sfr.is ISSN númerið er 1670-5874

Starfsmenn skrifstofu SFR Guðlaug Hreinsdóttir, sérhæfður fulltrúi Guðlaug Sigurðardóttir sjóðstjóri Guðný Elísabet Leifsdóttir fjármálastjóri Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri Lilja Laxdal verkefnastjóri Sverrir Jónsson verkefnastjóri Stjórn SFR Árni Stefán Jónsson formaður Guðlaug Þóra Marinósdóttir Guðmundur Garðar Guðmundsson Guðrún Bjarnadóttir Halldóra Guðmundsdóttir Ína Halldóra Jónasdóttir Katrín G Einarsdóttir Kolbrún Kristinsdóttir Páll Svavarsson Svala Norðdahl Valdimar Leó Friðriksson

[email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected]

[email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] [email protected]

2

Suðurland

Vaðnes

Leigutími: Allt árið.

Á orlofshúsasvæði SFR í Vaðnesi eru níu hús. Vaðnes er u.þ.b. 75 km. frá Reykjavík, nálægt Kerinu í Grímsnesi. Húsin voru reist á árunum 1986-1989 og endurnýjuð að hluta 2004-2005. 3 svefnherbergi eru í húsunum með 6 svefnstæðum og 2 aukadýnum. Húsin eru búin öllum venjulegum eldhúsáhöldum. Borðbúnaður er fyrir 8, örbylgjuofn, uppþvottavél, stór ísskápur með frysti, útvarp með geislaspilara, sjónvarp og myndbandstæki. Heitir pottar eru við hvert hús, kolagrill á útipalli og leiktæki á svæðinu. Leigjandi þarf að hafa með sér sængurfatnað (lín), handklæði, diskaþurrkur, sápu, salernispappír, plastpoka o.þ.h. Með leigusamningi fylgir sérstakur talnakódi sem leigjandi notar til að nálgast lykil. Umsjónarmenn húsanna eru hjónin Hafsteinn Jónsson og Erla Sigurjónsdóttir á Selfossi. Frá Vaðnesi er stutt til margra vinsælla ferðamannastaða, svo sem Gullfoss, Geysis, Þingvalla, Laugarvatns o.fl. Næsti þéttbýliskjarni er Selfoss. Sundlaugar í næsta ná-

grenni eru á Selfossi, Ljósafossi og Hraunborgum. Golfvöllur er að Hraunborgum sem og minigolf. www.islandsvefurinn.is Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

Syðra-Langholt, Hrunamannahreppi

Leigutími: 12. maí - 8. september.

Húsið er 70 ferm. með 30 ferm. svefnlofti. Rúmstæði eru fyrir 6, þ.e. fyrir 2 í hjónaherbergi og 2 í kojum í öðru herbergi og fyrir 2 í svefnsófa í stofu. Á svefnloftinu eru 4 dýnur. Sængur og koddar eru fyrir 10. Allur almennur búnaður er í eldhúsi og borðbúnaður fyrir 10. Við bústaðinn er stór verönd með heitum potti, húsgögnum og kolagrilli. Ræstingarvörur eru í húsinu en leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, diskaþurrkur og borðklúta. Einnig þarf að hafa með sér sængurfatnað (lín). Í Syðra-Langholti er rekin ferðaþjónusta með gistingu, veitingum, hestaleigu og tjaldsvæðum. Um 10 km eru á Flúðir, þar sem m.a. er sundlaug, banki og verslanir. Golfvöllur er um 3 km frá Flúðum. Umsjón og afhending lykla er á vegum Snorra og Vigdísar í SyðraLangholti, s. 486-6512 og 861-6652, netfang [email protected] Ath. að SFR er eingöngu með sumarleigu á húsinu, en eigendur þess leigja það sjálfir yfir vetrartímann. www.travelnet.is/fludir Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

4

Suðurland

Nýtt

Brekkuskógur, Biskupstungum

Leigutími: 12. maí - 8. september. Hús nr. 12

Í sumar verður í boði eitt hús í Brekkuskógi. Stutt er úr Biskupstungum yfir í byggðakjarnann við Laugarvatn og raunar má segja að stutt sé úr Biskupstungum um allt Suðurland þar sem margar af helstu náttúruperlum landsins er að finna. Í Árnessýslu er jafnframt umfangsmikil þjónusta við ferðamenn og því af nógu að taka fyrir þá sem dvelja í orlofshúsunum í Brekkuskógi og vilja leita sér afþreyingar í nágrenninu. Húsið sem um ræðir er nýuppgert svokallað A-hús, 46 fm að grunnfleti auk 25 m svefnlofts. Svefnaðstaða er fyrir 4-5, en auk þess eru fjórar aukadýnur á svefnloftinu. Svefnherbergin eru tvö, stofa, forstofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Sólpallur er við húsið, heitur pottur, útihúsgögn og kolagrill. Sængur og koddar eru fyrir 6. Sjónvarp og útvarp er í húsinu. Í Brekkuskógi er lítið þorp sumarbústaða. Til þjónustu fyrir orlofsgesti er þjónustumiðstöðin Brekkuþing, þar sem m.a. er sjónvarp, myndbandstæki, lítið bókasafn og spil til sameiginlegra afnota fyrir gesti. Umsjónarmaður hefur aðsetur í Brekkuþingi. Hann afhendir lykla og hreinlætisvörur og þar er einnig hægt að leigja lín. Við hliðina á þjónustumiðstöðinni er baðhús með gufubaði, heitum pottum og sturtum. Lítill barnaleikvöllur er skammt frá og minigolfvöllur, en hægt er að leigja kylfur hjá umsjónarmanni. www.travelnet.is/laugarvatn

Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

Akurgerði

Leigutími: 12. maí - 8. september.

Orlofsnefnd býður nú í fyrsta sinn bústað þar sem heimilt er að hafa gæludýr. Húsið í Akurgerði er mitt á milli Hveragerðis og Selfoss við rætur Ingólfsfjalls. Bústaðurinn er 54 ferm. með 26 ferm. svefnlofti. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi, hitt með kojum og 120 cm breiðu rúmi og á svefnloftinu eru 7 dýnur. Niðri er stofa, eldhús með borðkróki og baðherbergi með sturtu. Sængur og koddar eru fyrir 8. Ræstingarvörur eru í húsinu en leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, diskaþurrkur og borðklúta. Einnig þarf að hafa með sér sængurfatnað (lín). Við bústaðinn er stór verönd með heitum potti, húsgögnum og gasgrilli. Í nágrenninu eru hestaleigur, golfvellir, góðir veiðimöguleikar, sundlaugar og spennandi gönguleiðir. Um-

Gæludýr leyfð

sjón og afhending lykla er á vegum Guðmundar og Önnu í Akurgerði, s. 483-4449 og 893-9814. www.travelnet.is Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

5

Reykjavík

Reykjavík

Leigutími: Allt árið.

Í fjölbýlishúsi að Grandavegi 45 á félagið 3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Svefnstæði eru fyrir 6, þ.e. fyrir 2 í hjónaherbergi, 2 í kojum í barnaherbergi og 2 í sófa á gangi. Sængur og koddar eru fyrir 6. Í íbúðinni er þvottavél með þurrkara, sjónvarp, DVD spilari og útvarp með geislaspilara. Eldhúsog borðbúnaður er fyrir 8. Útihúsgögn og gasgrill er á svölum íbúðarinnar yfir sumartímann. Leigjandi þarf að hafa með sér sængurfatnað (lín), handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, plastpoka, salernispappír o.þ.h. Lyklar eru afhentir á skrifstofu SFR. www.rvk.is Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

6

Vesturland

Náttúruperlur og menning í Borgarfirði

Þeim sem sækja okkur heim ætti svo sannarlega ekki að þurfa að leiðast hér í Borgarfirðinum. Hér er bæði mikil náttúrufegurð og ýmis afþreying í boði, sagði Birgir Hauksson, félagi í SFR og skógarvörður hjá Skógræktinni á Vesturlandi, þegar SFR-blaðið hafði samband við hann til að forvitnast um hvað Borgarfjörðurinn hefði upp á að bjóða fyrir þá gesti sem dvelja í orlofsbyggðinni í Munaðarnesi. Fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar eru fjölmargir staðir í nágrenni Munaðarness sem vert er að skoða. Bæði má fara á þessa staði fótgangandi frá orlofsbyggðinni og einnig eru fjölmargir staðir sem hægt er að aka til. Svæðið í kringum Hreðavatn er til dæmis um margt áhugavert. Umhverfi vatnsins býður upp á margar fagrar og áhugaverðar gönguleiðir, svo sem merkta göngustíga um Jafnaskarðsskóg. Þá er hægt að ganga upp á Grábrók, niður að Glanna í Norðurá og Paradís við Norðurá, sem er laut með nokkrum uppsprettum sem renna í Norðurá. Ef fólk er á þessum slóðum er áhugavert að skoða þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur í Bifröst . Fyrir þá sem eru gefnir fyrir fjallgöngur er hægt að ganga á Baulu, sem er prýði Borgarfjarðar. Fjallið er bratt og því tiltölulega erfitt uppgöngu, að mestu gróðurlaus grjóturð en af tindinum er gott útsýni, segir Bigir og bætir við að einnig sé Vikrafell góður kostur, en ganga á það fjall tekur 4-5 tíma fram og til baka. Þaðan er einnig frábært útsýni yfir Borgarfjörðinn. Ungmennafélag Stafholtstungna hefur látið útbúa göngukort fyrir þá sem vilja njóta náttúrufegurðar umhverfis Munaðarnes í svokallaðri Ystutungu. Birgir hvetur gesti til að verða sér úti um slíkt kort en það liggur frammi á áfangastöðum víða í Borgarfirði og í þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi. Á því má sjá ýmsar gönguleiðir, bæði styttri og lengri, í nágrenni Munaðarness. Birgir nefnir nokkra staði í viðbót sem vert er að skoða, t.d. Hraunfossa og Barnafossa, sem eru einar fegurstu náttúruperlur landsins þar sem þeir spýtast undan jaðri Hallmundarhrauns og út í Hvítá. Þá er hægt að aka niður á Mýrar. Þar er fuglalíf afar fjölbreytt og víða skemmtilegar fjörur. Þá er Skorradalurinn rómaður fyrir náttúrufegurð og þar eru aðgengilegir skógar á vegum Skógræktarinnar, t.d. Stálpastaðaskógur. Birgir segir Borgarfjörðinn bjóða upp á ýmsa aðra afþreyingu, til dæmis hestaleigur að Bjarnastöðum í Hvítársíðu, þar sem hinar frægu Bjarnastaðabeljur bauluðu hvað mest, og í Jafnaskarði þar sem þeir bændur munu, ef vel er að þeim farið, eiga það til að mæta með hesta í Munaðarnes. Þá er ýmiss konar afþreying í boði á Indriðastöðum í Skorradal. Menningin stendur líka styrkum fótum í Borgarfirðinum og ýmsa sögufræga staði er þar að finna. Fyrst og fremst er það Reykholt, þar sem Snorrastofa er. Þar er m.a. hægt kynna sér afrek og afdrif Snorra Sturlusonar. Ekki má gleyma Borg á Mýrum en þar bjó Egill Skallagrímsson. Á Hvanneyri er rekið búvélasafn auk þess sem hannyrðakonur reka þar verslunina Ullarselið og hjá þeim má fræðast um íslensku ullina. Þar er einnig aðsetur Landbúnaðarháskóla Íslands. Birgir nefnir enn fleiri möguleika til afþreyingar. Fara má á snjósleða um Langjökul frá Húsafelli, fara í golf í Húsafelli og sund. Rómaður golfvöllur er í nágrenni Borgarness og nú er í uppbyggingu nýr golfvöllur í landi Hreðavatns. BSRB er þátttakandi í því verkefni og er ætlunin að sá völlur verði tilbúinn í sumar. Ekki má gleyma Borgarnesi sem af mörgum er talinn einn af vinalegustu þéttbýlisstöðum landsins. Þar er Skallagrímsgarður, sem er afar fallegur skrúðgarður, ýmsar verslanir og unnið er að því að byggja upp nýtt menningarsetur sem mun bjóða gestum og gangandi að líta nánar á sögu ýmissa fornfrægra Borgfirðinga, segir Birgir. Þá bendir hann á að stutt sé frá Munaðarnesi út á Snæfellsnes og ekki fráleitt að hugsa sér að taka einn dag í að keyra hringinn um nesið þar sem marga áhugaverða staði sé að finna, svo sem Búðir, Arnarstapa, Dritvík og Djúpalónssand. Af þessari upptalningu má sjá að ýmislegt er hægt að gera í Borgarfirði og nágrenni hans, en að lokum nefndi Birgir að á nokkrum stöðum mætti renna fyrir fisk og nefndi sérstaklega í því sambandi Hreðavatn, þar sem mikið er af bleikju og urriða. Það er kannski enga stórfiska þarna að fá, en þeir taka, segir Birgir Hauksson að lokum og vonar að SFR félagar eigi eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða.

7

Vesturland

Munaðarnes/Stóruskógar

Munaðarnes/Stóruskógar eru í um 22 km fjarlægð frá Borgarnesi, í fallegu kjarrivöxnu umhverfi rétt ofan við Norðurá. Stutt er í góðar sundlaugar á svæðinu. Sundlaugin á Varmalandi er einungis í nokkurra kílómetra fjarlægð og sundlaugin í Borgarnesi er talin ein sú besta á landinu. Golfvöllur er að Hamri, rétt utan við Borgarnes og hestaleigur eru nokkrar í næsta nágrenni Munaðarness. Þá er víða hægt að kaupa ódýr veiðileyfi í vötn í nágrenninu, t.d. Hreðavatn og Langavatn. Ferðir á Langjökul njóta vinsælda og þannig mætti lengi telja. Frá Munaðarnesi er stutt að fara til að skoða ýmsa fagra og markverða staði, bæði út frá náttúrufræðilegu og sögulegu samhengi. Borg á Mýrum og Reykholt eru meðal þekktustu staða Íslandssögunnar og Grábrókarhraun, Hreðavatn, Baula, Hraunfossar, Surtshellir, Glanni og Paradísarlaut eru meðal helstu náttúruperla landsins.

Afgreiðsla

Staðarhaldari í Munaðarnesi er Kristján F. Tryggvason. Afgreiðsla hans og skrifstofa er í anddyri þjónustumiðstöðvar. Þangað sækja dvalargestir lykla, sængurfatnað o.fl. Með húslykli er afhentur lykill að símaklefa í anddyri áhaldahúss. Afgreiðslutími staðarhaldara í þjónustumiðstöðinni er á sumarorlofstímanum: I mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-12 og frá kl. 15-17, I á föstudögum frá kl. 10-22 og I á laugardögum frá kl. 10-12. Ef komið er á staðinn utan fyrrgreinds afgreiðslutíma er nauðsynlegt að hafa samráð við staðarhaldara þar um. Skiptidagar eru föstudagar og á að rýma húsin fyrir kl. 15. Nýir leigjendur geta komið eftir þann tíma. Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr. Munaðarnes og Stóruskógar eru eitt úthlutunarsvæði og þjónustumiðstöðin, sem staðsett er í Munaðarnesi, þjónustar bæði svæðin. Heitur pottur er við öll húsin.

Þjónustumiðstöðin

Kalda vatnið

Kalt vatn í Munaðarnesi/Stóruskógum hefur verið af fremur skornum skammti og síðastliðið sumar mengaðist vatnsból Munaðarness. Nú ætti þetta vandamál að heyra sögunni til þar sem búið er að byggja miðlunartank í landi Stóruskóga og leggja vatnsveitu úr Grábrókarhrauni og allt niður í Borgarnes. Orlofshúsin munu tengjast þeirri vatnsveitu. Á kaldavatnstankinum mun Orkuveita Reykjavíkur síðan láta koma fyrir hringsjá (útsýnisskífu) þaðan sem bæði er fallegt og víðsýnt.

Gestir fá afhenta lykla, sængurfatnað og hreinlætisvörur í afgreiðslu þjónustumiðstöðvar. Hægt er að fá þar lánuð barnarúm. Þvottaaðstaða er fyrir gesti í norðurenda hússins. Í húsinu er opinn leiktækjasalur og sjoppa yfir sumarmánuðina. Aðalsalur er búinn hljóðkerfi, sjónvarpi, myndbandstæki, myndvarpa, flettitöflu o.fl. Minni salur er í húsinu þar sem bornar eru fram veitingar auk bars og tveggja herbergja sem nota má fyrir hópvinnu. Í þjónustumiðstöðinni er ljósritunarvél og tölva. Þjónustumiðstöðin er öll miðuð við aðgengi fyrir fatlaða. Að hausti og vori er aðstaðan mikið notuð til ráðstefnuhalds fyrir allt að 80 - 120 manns. Hægt er að nálgast gönguleiðakort í afgreiðslu þjónustumiðstöðvar.

8

Munaðarnes - hús nr. 3 og 9 í Bjarkaráshverfi

Húsin eru um 60 m2 með þremur svefnherbergjum og svefnrými fyrir 8 manns. Í hverju húsi eru sængur og koddar, allur almennur borðbúnaður, eldavél með ofni, sjónvarp, útvarp og kolagrill. Heitur pottur er við húsin. Leigutími: Allt árið (vetur BSRB, sumar og páskar SFR).

Munaðarnes - hús nr. 10 í Bjarkaráshverfi - aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Húsið er um 60 m2 með þremur svefnherbergjum og svefnrými fyrir 8 manns. Húsið er hannað með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra, s.s. snyrting. Eldhúsinnrétting er með rafbúnaði til að hækka hana og lækka. Stór verönd með skábraut er við húsið og þar fyrir framan hellulagt bílastæði. Í húsinu eru sængur, koddar, allur almennur borðbúnaður, eldavél, ofn, sjónvarp, útvarp, örbylgjuofn og kolagrill. Heitur pottur er við húsið. Leigutími: Allt árið (vetur BSRB, sumar og páskar SFR).

Munaðarnes hús nr. 39, 72 -74 og 76 -77 í Eyrarhlíð og Stekkjarhólshverfi

Húsin eru um 52 m2 með þremur svefnherbergjum. Svefnpláss er fyrir 6, þ.e. 2 í hjónaherbergi og fyrir 4 í kojum í barnaherbergjum. Einnig eru 2 aukadýnur. Í húsinu eru sængur, koddar, allur almennur borðbúnaður, eldavél með ofni, sjónvarp, útvarp og kolagrill. Heitur pottur er við húsin. Leigutími: Allt árið (vetur BSRB, sumar og páskar SFR).

Munaðarnes - hús nr. 11 og 12 í Vörðuáshverfi

Húsin eru um 47 m2 með tveimur svefnherbergjum. Svefnpláss er fyrir 6, þ.e. 2 í hjónaherbergi og fyrir 4 í kojum í barnaherbergi. Einnig eru 2 aukadýnur. Í húsinu eru sængur, koddar, allur almennur borðbúnaður, eldavél með ofni, sjónvarp, útvarp og kolagrill. Heitur pottur er við húsin. Leigutími: Allt árið (vetur BSRB, sumar og páskar SFR).

Munaðarnes/Stóruskógasvæði, hús nr. 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 16 og 17

Að undanförnu hafa nokkrar endurbætur átt sér stað á húsunum í Stóruskógum. Meðal annars hefur verið skipt um gólfefni í flestum þeirra og byggður nýr og glæsilegur sólpallur við hvert hús. Á svæðinu hefur SFR 10 hús til afnota, sem öll eru með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir 6, þ.e. 2 í hjónaherbergi og 2 í koju í hvoru barnaherbergi. Þá eru tvær aukadýnur. Húsin eru búin sjónvarpi, útvarpi og kolagrilli. Í eldhúsum er eldavél með bökunarofni og allur venjulegur eldhúsbúnaður. Heitur pottur er við öll húsin. Leigutími: Allt árið (vetur BSRB, sumar og páskar SFR).

9

Vesturland

Húsafell - Hraunbrekkur 4 og 6

Leigutími: Allt árið.

Sumarið 2001 voru tekin í notkun tvö ný og glæsileg hús í Húsafelli í Borgarfirði, en þangað er um klukkustundarakstur frá Borgarnesi. Húsin eru 64 m2, með heitum pottum, tveimur hjónaherbergjum, einu svefnherbergi með þremur rúmstæðum og 30 m2 svefnlofti. Svefnpláss í herbergjum er fyrir 7, þ.e. fyrir 2 og 2 í sitt hvoru hjónaherberginu og fyrir 3 í barnaherbergi. 5 góðar aukadýnur eru á svefnloftinu. Í húsinu eru sængur og koddar fyrir 12, allur almennur borðbúnaður, eldavél með ofni, örbylgjuofn, uppþvottavél, sjónvarp, myndbandstæki, útvarp með geislaspilara, gasgrill og útihúsgögn. Frá Húsafelli er hægt að aka yfir Kaldadal til Þingvalla yfir sumartímann. Þar er miðstöð samgangna og þjónustu fyrir mjög stórt svæði, sundlaug og golfvöllur auk Safnahúss Borgarfjarðar. Reykholt sem er annálaður sögustaður með Snorralaug og Snorrastofu er aðeins 21 km. frá Húsafelli. Margir sögufrægir staðir eru í nágrenni Húsafells, s.s. Draugaréttin á Húsafelli. Einnig er stutt í ýmsa staði sem vert er að skoða t.d. Barnafossa, Surtshelli o. fl. Í Húsafelli er sundlaug, heitir pottar og vatnsrennibraut, 9 holu golfvöllur, minigolf, hestaleiga og varðeldur á laugardagskvöldum yfir sumartímann. Boðið er upp á heillandi ferðir á Langjökul og einnig er hægt að kaupa veiðileyfi á staðnum. www.husafell.is Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

Arnarstapi

Leigutími: Allt árið.

Orlofshúsið á Arnarstapa stendur við Sölvaslóð 7 sem er nýtt hverfi í uppbyggingu með einum 13 sumarhúsum. Húsið, sem tekið var í notkun í ágúst 2003, er 60 fermetrar að stærð með tveimur hjónaherbergjum og þriðja herbergið er með kojum. Á svefnlofti eru 4 dýnur og því svefnaðstaða fyrir 10. Sængur og koddar eru fyrir 10. Við húsið er heitur pottur, útihúsgögn og kolagrill. Í eldhúsi er m.a. uppþvottavél, stór ísskápur og örbylgjuofn. Sjónvarp, myndbandstæki og útvarp með geislaspilara er í stofu. Eftirlit með húsinu og afhending lykla er á vegum Lovísu Sævarsdóttur á Arnarstapa, sími 863-9676. www.vesturland.is Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr. 10

Vestfirðir

Súðavík

Leigutími: 2. júní - 26. ágúst.

Húsið er staðsett í gamla þorpinu við Túngötu 20. Íbúðin er á neðri hæð og með sérinngangi. Í íbúðinni er stór stofa búin þægilegum húsgögnum, þrjú svefnherbergi með rúmum fyrir 6. Nýbyggður sólpallur ásamt útihúsgögnum er við húsið. Sængur, koddar og borðbúnaður er fyrir 8. Sjónvarp, útvarp, örbylgjuofn og samlokugrill eru í íbúðinni. Þvottavél er í þvottahúsi á neðri hæð og hafa báðar hæðirnar afnot af henni. Ekki er sími í íbúðinni. Segja má að Súðavík sé nokkuð miðsvæðis á norðanverðum Vestfjörðum þannig að dvöl þar er góður kostur fyrir þá sem vilja nýta fríið sitt í að ferðast og skoða sig um á Vestfjörðum þar sem vissulega er um marga skemmtilega staði að velja. Stutt er frá Súðavík til Ísafjarðar og

jarðgöngin gera það að verkum að mun auðveldara er nú en áður að ná yfir stærri hluta Vestfjarðarkjálkans og ferðast um sunnanverða Vestfirði þótt dvalið sé í Súðavík. Skiptidagar eru á föstudögum. Losa þarf húsið eigi síðar en kl. 13 og nýir leigjendur geta komið inn eftir kl. 15. www.vestfirdir.is Vikuleiga sumarið 2006: 2. júní - 18. ágúst 15.000 kr. 18. ágúst -25. ágúst 12.000 kr.

Fosshótelin

Áfram verða í boði gistimiðar sem gilda á öllum Fosshótelunum, sem eru alls 12 á landinu. Sjá nánar www.fosshotel.is Hver miði kostar 4.200 kr. og gildir upp í greiðslu fyrir tveggja manna herbergi með baði í eina nótt. Morgunverður er innifalinn. Aukagjald sem greiða þarf á staðnum er samkv. eftirfarandi lista:

Fosshótel Nesbúð, Nesjavöllum, 1500 kr. (júlí og ágúst) Fosshótel Mosfell, Hellu, kr. 3500 (júlí og ágúst) Fosshótel Lind og Fosshótel Baron, Reykjavík, 1500 kr. alla mánuði nema júlí og ágúst þegar gjaldið er 3500 kr. Fosshótel Suðurgata, Reykjavík, 3.500 kr. (júlí og ágúst) Aukarúm kostar 2.900 kr. Athygli er vakin á að á tímabilinu september til júní þarf ekki að greiða aukagjald nema á Fosshótel Lind og Baron í Reykjavík þar sem gjaldið er 1.500 kr. Tekið skal fram að félagsmenn sjá sjálfir um bókanir á hótelunum og við pöntun þarf að taka fram að greitt verði með gistimiða. Um takmarkað magn miða verður að ræða og verða þeir til sölu á skrifstofu SFR frá og með 1. júní. Hver félagsmaður getur mest fengið 7 miða. Nægur fjöldi miða er tryggður til 1. ágúst, en eftir þann tíma er ekki öruggt að hægt verði að fá miða.

Fosshótel Reykholt, Borgarfirði, 3500 kr. (júlí og ágúst) Fosshótel Áning, Sauðárkróki, 1500 kr. (júlí og ágúst) Fosshótel Húsavík, 3500 kr. (júlí og ágúst) Fosshótel Laugar, Suður-Þingeyjarsýslu, 3500 kr. (júlí og ágúst) Fosshótel Hallormsstaður, 3500 kr. (júlí og ágúst) Fosshótel Valaskjálf, Egilsstöðum, 3500 kr. (júlí og ágúst) Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka (Höfn), 3500 kr. (júlí og ágúst)

11

Norðurland

Illugastaðir

Leigutími: 16. júní - 8. september.

Á Illugastöðum í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu er orlofshúsahverfi með um 30 orlofshúsum og þar hefur SFR til umráða 2 hús sem eru í eigu Einingar-Iðju á Akureyri. Í húsinu eru 2 svefnherbergi með rúmum fyrir 4 og auk þess er tvíbreiður svefnsófi í stofukrók og hægt að draga tjald þar fyrir. Sængur og koddar eru fyrir 8. Hægt er fá leigt lín hjá umsjónarmanni í þjónustumiðstöðinni. Húsin hafa bæði verið endurbætt nýlega þar sem m.a. gólfefni, eldhúsinnrétting, hreinlætistæki og fataskápar voru endurnýjaðir. Heitur pottur er við hvert hús. Af aðstöðunni á Illugastöðum má t.d. nefna leikvöll fyrir börn, sundlaug og gufubað. Lyklar eru afhentir í þjónustumiðstöðinni og þar er lítil verslun. Illugastaðir eru í u.þ.b. 50 km fjarlægð frá Akureyri og þaðan er stutt til margra fegurstu staða Norðurlands eystra, t.d. er Vaglaskógur í 10 km fjarlægð. Í Fnjóskadal er veðursælt og fallegt, gönguleiðir eru óteljandi

og margs konar afþreying í boði á svæðinu, t.d. er hægt að kaupa veiðileyfi í Fnjóská. www.travelnet.is Vikuleiga sumarið 2006: 16. júní - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

Kjarnabyggð, Akureyri

Leigutími: Allt árið.

Orlofshúsið í Kjarnabyggð var tekið í notkun í júlí 2003. Kjarnabyggð er um 3,5 km frá miðbæ Akureyrar og þar er öll aðstaða til útivistar árið um kring hin ákjósanlegasta. Á svæðinu eru leiksvæði, trimmbrautir, göngustígar og fjallgönguleiðir um óspillta náttúru og á vetrum skíðagöngubrautir og sleðabrekkur við allra hæfi. Frá svæðinu er útsýni um allan Eyjafjörð og fyrir neðan rennur Eyjafjarðaráin þar sem bleikjan spriklar á sumrin. Húsið stendur við ,,Götu mánans", er um 70 ferm. að stærð auk kjallara þar sem m.a. er þvottavél. Svefnstæði eru fyrir 6, þ.e. fyrir 4 í tveimur hjónaherbergjum og fyrir 2 í barnaherbergi. Sængur og koddar eru fyrir 8 og borðbúnaður fyrir 10. Í eldhúsi er örbylgjuofn og uppþvottavél. Góð verönd með útihúsgögnum og heitur pottur er við húsið. Gasgrill. Umsjón með húsinu og afhending lykla er á vegum Securitas, Tryggvabraut 10 á Akureyri, sími 460-6261, netfang

[email protected] eða [email protected] Opið allan sólarhringinn. www.travelnet.is Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

12

Norðurland

Hamratún 26, Akureyri

Leigutími: Allt árið.

Í parhúsinu að Hamratúni 26 á Akureyri á félagið nýja og vel búna 4ra herb. íbúð á efri hæð. Svefnstæði eru fyrir 7. Í tveimur svefnherbergjanna eru hjónarúm en í því þriðja kojur og eitt 140 cm breitt rúm. Auk þess eru tvær góðar aukadýnur og tvær minni (fyrir börn). Sængur og koddar eru fyrir 8. Í eldhúsi er m.a. uppþvottavél og örbylgjuofn og í stofu hljómflutningstæki, útvarp, sjónvarp og myndbandstæki/DVD spilari. Gasgrill er á svölum og í þvottahúsi er þvottavél með þurrkara. Leigjandi þarf að hafa með sér sængurfatnað (lín), borðklúta, handklæði, diskaþurrkur, sápu og salernispappír. Umsjón með íbúðinni og afhending lykla er á vegum Securitas, Tryggvabraut 10, Akureyri, sími 460-6261, netfang [email protected] eða [email protected] Opið allan sólarhringinn. www.travelnet.is

Hamratún 26 í byggingu árið 2005.

Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 14.500 kr. 26. maí - 18. ágúst 18.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 14.500 kr.

Tjaldvagnar

Leigutími: 2. júní - 9. ágúst.

Tveir tjaldvagnar verða í boði í sumar, báðir staðsettir í Reykjavík. Um er að ræða vagna af gerðinni Combi Camp Family. Þeir eru með svefnplássi fyrir 4-5. Heildarþyngd má vera 450 kg., vagninn sjálfur er 270 kg. og má því farangur í honum vega 180 kg. Vagnarnir eru ekki með fortjaldi. Ekki má fara með þá út fyrir alfaraleiðir. Auk þess sem framvísa þarf ökuskírteini við móttöku vagns þarf að leggja fram greiðslukortatryggingu við afhendingu. Fylgihlutir með vagni eru eldunartæki, borð, dýnur og tveir stólar. Til þess að fá tjaldvagn leigðan verða menn að hafa bíl í fullri tryggingu með tengibúnaði, viðurkenndum af opinberum skoðunarstöðvum. Leiga fyrir tjaldvagn frá fimmtudegi - miðvikudags (6 dagar) er 11.000 kr. 13

Austurland

Eiðar

Leigutími 12. maí - 8. september.

Á orlofshúsasvæði BSRB að Eiðum hefur SFR til umráða fjögur hús sem samanstanda af anddyri, stofu, borðstofu, eldhúsi, baði og 3 svefnherbergjum. Þá eru 2 aukadýnur. Í eldhúsi er ísskápur, suðuhella, borðbúnaður og áhöld fyrir 8 manns. Í húsunum er sjónvarp, útvarp og kolagrill. Árabátur fylgir hverju húsi og er heimilt að veiða í Eiðavatni. Afhending lykla og sængurfatnaður er á Hótel Eddu á Eiðum, en á þeim tíma sem hótelið er ekki opið sjá hjónin Þórunn og Ásmundur um afhendingu lykla, s. 471-3853, 855-3343 og 848-0372. Náttúrufegurð Fljótsdalshéraðs hefur lengi verið rómuð, Hallormsstaðaskógur, Skriðuklaustur, Lagarfljótið sem liðast eftir

miðju Héraðinu og Snæfell í vestri og Dyrfjöll í austri eru útverðir byggðar á svæðinu. Margt er hægt að skoða í nánasta umhverfi og merktar gönguleiðir eru við Eiðavatn. Frá Eiðum eru 14 km að næsta þéttbýliskjarna, Egilsstöðum. Þar er sundlaug, matvöruverslanir og ýmis önnur þjónusta. Golfvöllur er í Fellabæ. Hægt er að fara í dagsferðir um Héraðið og niður á firði eða sigla um á Leginum. www.east.is

Vikuleiga sumarið 2006: 12. maí - 26. maí 12.000 kr. 26. maí - 18. ágúst 15.000 kr. 18. ágúst - 8. sept. 12.000 kr.

Edduhótelin

Hótelmiðar (gistimiðar) sem gilda á öllum Edduhótelunum hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og verða þeir áfram í boði í sumar. Hver miði gildir fyrir tvo í 2ja manna herbergi með handlaug í eina nótt. Leyfilegt er að taka með sér börn í herbergið án aukagjalds en þá þarf að koma með svefnpoka eða rúmföt fyrir barnið. Hótelin útvega dýnu. Hver gistimiði kostar 4.200 kr. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu. Morgunverður er ekki innifalinn, en hann kostar 850 kr. á mann. Varðandi veitingar skal bent á að börn 0-5 ára fá frían mat og 6-12 ára börn greiða hálft gjald. Sum hótelanna eru heilsárshótel en önnur sumarhótel og það getur verið mismunandi hvenær þau opna á vorin og loka á haustin. Nánari upplýsingar þar um má finna á veffanginu www.hoteledda.is. Sé gist í herbergi með baði þarf að greiða 4.300-5.500 aukalega á staðnum fyrir hverja nótt (5.500 á Hótel Eddu Plus hótelunum, sem eru á Akureyri, Laugum í Sælingsdal, Hellissandi og í Vík). Um takmarkað magn miða verður að ræða og verða þeir til sölu á skrifstofu SFR frá og með 1. júní. Hver félagsmaður getur mest fengið 7 14

miða. Nægilegt magn verður tryggt til 1. ágúst, en eftir þann tíma er ekki tryggt að hægt verði að fá miða. Tekið skal fram að félagsmenn sjá sjálfir um bókanir á hótelunum og við pöntun þarf að taka fram að greitt verði með gistimiða.

Suðausturland

Lindarbakki 4 v/Höfn

Leigutímabil 2. júní til 25. ágúst.

Í annað sinn er þetta hús, sem staðsett er við þjóðveg 1, um 10 km vestan Hafnar í Hornafirði, í boði. Húsið er í stórbrotnu umhverfi með óviðjafnanlegu útsýni yfir Hornafjörð og skriðjökla Vatnajökuls allt til Öræfajökuls. Það er 54 fm. með svefnaðstöðu fyrir 8 í tveimur tveggja manna svefnherbergjum og á stóru svefnlofti þar sem eru 4 rúm. Barnarúm og barnastóll eru til staðar, sjónvarp/útvarp, borðbúnaður fyrir 8, örbylgjuofn og kolagrill. Ræstingarvörur eru í húsinu en leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, diskaþurrkur og borðklúta. Einnig þarf að hafa með sér sængurfatnað (lín). Afhending lykla er á staðnum. Stutt er í alla þjónustu. 1 km í veitingastað á Hótel Vatnajökli, 5 km í næstu verslun og 10 km í sundlaug á Höfn. www.islandsvefurinn.is Vikuleiga sumarið 2006: 2. júní - 18. ágúst 15.000 kr., 18. ágúst -25. ágúst 12.000 kr.

Djúpivogur

Leigutímabil 2. júní til 25. ágúst.

Um er að ræða 80 ferm. timburhús staðsett í miðjum bænum og með frábæru útsýni. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með alls 6 svefnstæðum, þ.e. hjónaherbergi með rúmgóðum skápum, minna herbergi með tveimur rúmum og þriðja herbergið er með kojum. Barnarúm og barnastóll er í húsinu. Úr stofu er gengið út á 30 ferm. verönd þar sem er borð, 4 sólstólar

og gasgrill. Hefðbundinn búnaður er í eldhúsi og eldunaráhöld og borðbúnaður fyrir 12. Í stofu er sjónvarp með innbyggðu myndbandstæki. Ræstingarvörur eru í húsinu en leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, diskaþurrkur og borðklúta. Einnig þarf að hafa með sér sængurfatnað (lín). Á Djúpavogi er margs konar afþreying í boði og má þar nefna nýja og glæsilega sundlaug, ýmsar gönguleiðir þar sem ganga á Búlandstind er alltaf vinsæl, níu holu golfvöll á Hamri í Hamarsfirði, sjóstangaveiði og ferðir út í Papey. Í Löngubúð er veitingasala og þar er meðal annars fágætt höggmyndasafn Ríkharðs Jónssonar. Afhending lykla er á skrifstofu SFR, Grettisgötu 89. www.east.is/ Vikuleiga sumarið 2006: 2. júní - 18. ágúst 15.000 kr. 18. ágúst -25. ágúst 12.000 kr.

15

Athugið!

Skiljið börnin aldrei eftir án umsjónar í eða við heita pottinn

Sífellt algengara er að heitur pottur sé við orlofshúsin og fátt er notalegra en að skella sér í hann og gildir þá einu hvort sumar er eða vetur. Allir vita hvaða áhrif vatn hefur á börnin og það eru því oft þau sem allra duglegust eru að busla í pottunum og þá sér í lagi yfir sumartímann. En það er aldrei of varlega farið. Því minnum við á þá góðu reglu að láta börnin aldrei vera án umsjónar í eða við heita pottinn og setja lokið yfir hann þegar hann er ekki í notkun. Þó stöðugt sé leitast við að hafa blöndunartæki í lagi og búnað pottanna sem öruggastan geta alltaf komið upp þau tilvik að eitthvað gefi sig fyrirvaralaust og því er alltaf góð regla að prófa hitastig vatnsins með hendinni áður en stokkið er út í.

Upplýsingar um búnað í orlofshúsum SFR árið 2006

Fjöldi húsa Akureyri, íbúð (Hamratún 26) Akureyri, orlofshús (í Kjarnabyggð) Akurgerði, Ölfusi (Giltún) Arnarstapi (Sölvaslóð 7) Brekkuskógur, Biskupstungum Djúpivogur (Varða 7) Eiðar, hús 5, 10, 11 og 12 Húsafell, Hraunbrekkur 4 og 6 Illugastaðir, hús nr. 15 og 18 Lindarbakki v/Höfn, hús nr. 4 Munaðarnes, hús 3, 9 og 10 Munaðarnes, hús 11 og 12 Munaðarnes, hús 39, 72-74 og 76-77 Reykjavík, íbúð (Grandavegur 45) Stóruskógar, hús 7-9, 10-13 og 15-17 Súðavík, íbúð (Túngata 20) Syðra-Langholt, Hrunamannahreppi Vaðnes 1 1 1 1 1 1 4 2 2 1 3 2 6 1 10 1 1 8 Stærð húsa u.þ.b. í m2 80 70 54 60 46 80 54 64 45 54 60 47 52 80 54 83 70 60 Svefnpláss 7+2*** 6+2*** 4+7*** 6+4*** 4+4*** 6+2*** 6+2*** 7+5*** 6 8 8 6+2*** 6+2*** 6 6+2*** 6 6+4*** 6+2*** Sængur/ koddar 8 8 8 10 6 8 8 12 8 8 8 8 8 6 8 8 10 8 Sængurföt fylgja Nei Nei Nei Nei Nei Nei Já Nei ** Nei Já Já Já Nei Já ** Nei Nei Barnarúm Já Já Já Já Já Já * Já * Já * * * Já * Já Já * Barnastóll Já Já Já Já Já Já Nei Já * Já * * * Já * Já Já Já

Almennar hreinlætisvörur eru í húsunum ­ nánari upplýsingar þar um við afgreiðslu leigusamnings. L Aðgengi fyrir fatlaða er í húsi nr. 10 í Munaðarnesi. *hægt að fá hjá umsjónarmanni (á Eiðum á Hótel Eddu) ** hægt að fá leigt *** aukadýnur

16

Varðandi úthlutanir

1. Aðeins er úthlutað einni viku til umsækjenda. 2. Félagsmenn ávinna sér 6 orlofspunkta á hverjum 12 mánuðum. Hver úthlutun kostar ákveðinn punktafjölda sem dragast frá viðkomandi við úthlutun. Fjöldi húsa á þeim stað sem óskað er eftir og hvaða tímabil sótt er um geta einnig og ekki síður haft áhrif á niðurstöður úthlutunar. 3. Úthlutun um páska og á veturna skerðir ekki rétt og möguleika félagsmanna til úthlutunar á sumrin. 4. Félagar í Lífeyrisþegadeild SFR fá 20% afslátt af leigugjaldi orlofshúsa allt árið sbr. þó gr. 5. 5. Félagar í Lífeyrisþegadeild SFR njóta sömu réttinda og þeir höfðu áunnið sér er þeir létu af störfum en hafa þó ekki rétt til úthlutunar á tímabilinu frá 16. júní til 18. ágúst. 6. Óheimilt er með öllu að framselja orlofshúsasamningana, hvort heldur er innan fjölskyldu eða til annarra.

Golfvöllur í nágrenni Munaðarness

BSRB hefur í samstarfi við fleiri staðið að uppbyggingu golfvallar í landi Hreðavatns sem hlotið hefur nafnið ,,Glanni" Framkvæmdir eru á . lokastigi og ekki annars að vænta en völlurinn verði tekinn í notkun nú í sumar. Boðsmót var haldið þar síðastliðið haust og þó völlurinn sé enn "hrár" eins og það er kallað er hann talinn lofa góðu. Helstu aðilar að golfvellinum eru auk BSRB Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Starfsmannafélag Samskipa, Starfsmannafélag Olíufélagsins og Kennarasambandið, auk landeigenda og smærri hagsmunaaðila. Í vetur var stofnaður golfklúbbur um rekstur vallarins en félagsmenn stofnaðila munu njóta helmingsafsláttar af vallargjöldum fyrstu 5 árin, en síðan afsláttar eins og rekstur vallarins leyfir. Ástæða er til að ætla að þetta verði góð viðbót til útivistar frá því sem nú er.

Lífeyrisþegar - Meiri möguleikar

Þó svo að lífeyrisþegar hafi ekki rétt til úthlutunar á tímabilinu 16. júní til 18. ágúst verður eitt hús frátekið í Munaðarnesi fyrir félaga í Lífeyrisþegadeild SFR og því húsi eingöngu úthlutað þeirra á meðal allt tímabilið, þ.e. 12. maí - 8. september. Tekið skal fram að 20% afslátturinn gildir ekki fyrir þá sem fá því húsi úthlutað á tímabilinu 16. júní - 18. ágúst.

Sturta Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já

Baðkar Já Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei nei Nei Nei Nei Nei Nei Já Nei Nei

Eldunar hellur Nei Nei Nei Nei Nei Nei Já Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei

Eldavél m/ bökunarofni Já Já Já Já Já Já Nei Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já

Örbylgjuofn Já Já Nei Já Nei Nei Nei Já Já Já Í húsi 10 Nei Nei Nei Nei Já Já Nei

Þ = Þvottavél/ U =Uppþvottavél Þ+U Þ+U Nei U Nei Nei Nei U Nei Nei Nei Nei Nei Þ Nei Þ Nei U

Sjónvarp /útvarp Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já Já

Myndbands tæki Já Já Nei Já Nei Nei Nei Já Nei Nei Nei Nei Nei Já Nei Nei Nei Já

Grill Gas Gas Gas Kol Kol Gas Kola Gas Kola Kola Kola Kola Kola Gas Kola Kola Kola Kola

Heitur pottur Nei Já Já Já Já Nei Nei Já Nei Nei Já Já Já Nei Já Nei Já Já

L Ísskápur er í öllum húsum og borðbúnaður fyrir lágmark átta manns.

17

Almennt

MINNISPUNKTAR

G

Rafrænar umsóknir. Sífellt fleiri félagsmenn hafa nýtt sér þann kost að sækja um orlofshúsin/tjaldvagnana á netinu. Umsóknarformið er að finna á forsíðu sfr.is og þar eru einnig tenglar með almennum upplýsingum og myndum af viðkomandi stað. Umsóknarfrestur fyrir bæði rafrænar og póstlagðar umsóknir er til miðnættis þann 18. apríl. Úthlutun mun verða lokið um það bil viku síðar og skrifleg svör verða send öllum umsækjendum. Gæludýr. Heimilt er að hafa með sér gæludýr í orlofshúsið í Akurgerði í Ölfusi, en ekki í önnur orlofshús/íbúðir eða tjaldvagna. Húsin eru leigð með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum. (Sjá upplýsingar um búnað.) Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins á meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.

G

Leigjandi skal að öllu jöfnu koma til dvalar í húsinu á skiptidegi, en sé þess ekki kostur er æskilegt að láta umsjónarmann vita (þar sem það á við). Sængurfatnaður (lín). Orlofshúsunum í Munaðarnesi og á Eiðum fylgir sængurfatnaður (lín.) Annars staðar þarf að taka slíkt með sér, sem og handklæði, diskaþurrkur, borðklúta, sápu, salernispappír, plastpoka o.þ.h. Einnig minnum við á að þar sem eru kolagrill þarf að taka með sér bæði kol og kveikjulög. (Sjá upplýsingar um búnað.) Leigjendur skulu ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt. Forðast skal háreysti sem valdið geta öðrum dvalargestum á svæðinu óþægindum. Ganga skal vel um hús og umhverfi, ræsta húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Reykingar. Leigjendur eru vinsamlegast beðnir um að reykja ekki inni í orlofshúsunum.

G G

G

G

G

G

G

Orlofshúsin eru sameign okkar allra og nauðsynlegt að við sameinumst um að umgangast þau með því hugarfari. Afar mikilvægt er að húsin séu vel þrifin við brottför og hver og einn hafi það að leiðarljósi að skilja við húsið eins og hann vill sjálfur koma að því. Verði vanhöld á þrifum, samkvæmt mati umsjónarmanns á viðkomandi svæði, getur það varðað áminningu og að leigutaka verði gert að greiða staðlað þrifagjald, 3.500 kr. Ef um meiri háttar vanhöld á þrifum er að ræða, sem útheimta meiri útgjöld fyrir orlofssjóð, getur gjaldið orðið hærra.

Hvalfjarðargöngin

Hægt er að kaupa staka miða á skrifstofu SFR. Miðarnir eru til sölu allt árið og kosta 600 kr. stk

Okkur vantar liðsauka í tímabundið verkefni

Fræðslusetrið Starfsmennt óskar eftir liðsauka í tímabundið verkefni (gæti hentað námsfólki vel). Um er að ræða úthringingar til félagsmanna okkar, einn til tvo eftirmiðdaga í viku, 24 klst í senn. Óskað er eftir eftirfarandi eiginleikum: (grunnþekkingu í Excel) Glaðlyndi G Samviskusemi G Dugnaði G Samskiptahæfni Ert þú rétta manneskjan í starfið (eða einhver sem þú þekkir)? Endilega hafðu þá samband við Þórarin hjá Starfsmennt í síma 525-8395 og fáðu nánari upplýsingar. Við hlökkum til að heyra frá þér.

G G Tölvukunnáttu

Kveðja frá starfsfólki Starfsmenntar.

18

Information

20 pages

Report File (DMCA)

Our content is added by our users. We aim to remove reported files within 1 working day. Please use this link to notify us:

Report this file as copyright or inappropriate

217671