Read J.kull 268. tbl. text version

Tryggð við byggð

www.arnijon.is

268. tbl - 6. árg. 31. ágúst 2006

Sími: 430 7000 - Fax: 430 7001 www.spo.is

Stálskipið Sveinbjörn Jakobsson SH-10

Nýr bátur kom til Ólafsvíkur um síðustu helgi og er hann í eigu Útgerðarfélagsins Dvergs ehf. Báturinn sem ber nafnið Sveinbjörn Jakobsson SH 10 er stálskip smíðað á Akranesi árið 1967 og er 101 brúttórúmlest. Skipið var endurbyggt árið 1997 og ný vél sett í það árið 2001 og er skipið hið glæsilegasta. Fyrir á Dvergur ehf. tréskip með sama nafni sem smíðað var í Danmörku árið 1964 en honum verður lagt og er hann um 100 lestir og mikið happaskip. Hann er einn af fáum bátum sem eftir er á landinu í þessum bátaflokki. Útgerðarfélagið Dvergur ehf er fjölskyldufyrirtæki og eitt

af elstu útgerðarfélögum landsins en það var stofnað um 1950 og er í eigu sömu aðila sem stofnuðu það. Að sögn Þráins Sigtryggssonar stjórnarformanns félagsins og skipstjóra til margra ára verður farið á dragnót í byrjun september en skipið er líka búið til neta og togveiða. Það var fjölmenni sem tók á móti hinu nýja skipi þegar það kom til Ólafsvíkur en alltaf er mikil gleði þegar fagnað er nýju skipi. Skipstjóri á Sveinbirni Jakobssyni er Egill Þráinsson og stýrimaður er Sigtryggur Þráinsson en þeir eru m.a. eigendur í útgerðarfélaginu.

Ólafsvík. Stekkjarholt 6 er samkv FMR 152.4 fm byggt úr múrsteini 1981. Í húsinu er forstofa, hol og eldhús, tvær stofur, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús og miðstöðvarrými. Úr annarri stofunni er gengið út á góðan sólpall sem er með heitum potti. Á eldhúsi eru korkflísar og þar er nýleg og falleg innrétting. Á herbergjum og stofu er parket og á baði eru flísar í hólf og gólf. Undir gólfum er skriðkjallari með öllum lögnum og yfir öllu húsinu er geymsluloft. Við húsið er 40.5 fm bílskúr byggður úr timbri 1985. Húsið er á góðum og skjólsælum stað. Verð: Tilboð. Ólafsvík. Grundarbraut 13 er byggt úr timbri 1950 og er alls 109,2 fm. Í húsinu er forstofa, rúmgott hol, baðherbergi með flísum og geymsla. Þá er einnig stofa og þrjú herbergi og á gólfum er pergoparket. Húsið er allt nýlega tekið í gegn bæði utan sem innan. S.s. nýlegir gluggar þak, vatnslagnir og ofnar. Þá er rafmagnið nýlegt, gólf, loft og veggir. Í kjallara er þvottahús og miðstöðvarrými. Húsið er klætt með hvítu stáli. Á lóðinni er 29,9 fm bílskúr og 12 fm geymsla. Húsið sem er á hornlóð er á góðum stað í bænum með góðu útsýni. Verð: Tilboð. Ólafsvík. Brautarholt 10 er byggt úr steypu árið 1957. Húsið er á tveimur hæðum og er alls 183,2 fm. Á efri hæðinni sem er 107,9 fm er flísalögð forstofa, eldhús með góðri innréttingu,hol með parketi og baðherbergi sem er flísalagt í hóf og gólf. Ennfremur er rúmgóð stofa með parketi á gólfi sem og tvö herbergi með parketi. Gengið er út á sólpall úr stofunni. Nýlegar hurðir eru á efri hæðinni. Á neðri hæðina sem er 75,3 fm, er gengið niður parketlagðan stiga úr holinu. Þar er hol og tvö herbergi og klósett og á öllum gólfum eru flísar. Einnig er þvottahús á neðri hæðinni. Við húsið er 49 fm bílskúr úr timbri og er hann nýtekin í gegn. Umhverfis húsið sem lítur allt vel út er vel gróin garður. Verð: Tilboð.

Nánari upplýsingar í síma 893 4718

Undirbúningur vatnsverksmiðju gengur vel

Mikið verk er að baki í undirbúningi vatnsátöppunarverksmiðjunnar sem Icelandia mun reisa í Rifi, verið er að leggja lokahönd á samninga um kaup á tækjum í verksmiðjuna og fyrstu teikningar eru tilbúnar að verksmiðjuhúsinu og skrifstofubyggingunni. Tilboð er komið í vatnsveitu sem sjá á verkefninu fyrir nægilegu vatni. Icelandia hefur borist tilboð frá sjö aðilum sem áhuga hafa á að smíða og reisa verksmiðjuhúsið í Rifi og í lok september verður valið úr þeim hópi samstarfsaðili til verksins. Áætlanir gera ráð fyrir að bygging verksmiðjuhússins hefjist fyrir áramót og uppsetning véla verksmiðjunnar hefjist sumarið 2007. Um þessar mundir starfa 17 manns hjá Icelandia við undirbúning vatnsátöppunarverksmiðjunnar og af þeim eru 4 á Íslandi, tveir á Englandi og 9 í Bandaríkjunum og Kanada, af þeim eru fjórir sem starfa að hönnunar og kynningarmálum. Að auki eru svo nokkrir sjálfstæðir verktakar í sérverkefnum. Fjármögnun verkefnisins hefur gengið vel og er fjármögnun á undirbúningsverkefninu á lokastigi. Fjármögnun á byggingu verksmiðjunnar og markaðssetningu afurða hennar gengur einnig vel og er nú í gangi vinna með fjárfestingabanka við áreiðanleikakönnun fyrir fjárfesta sem gefið hafa vilyrði fyrir því fjármagni sem til þarf. Forsvarsmenn Icelandia gera ráð fyrir að vinnu við fjármögnun ljúki á næstu 1-2 mánuðum.

Netagerð Aðalsteins

óskar eftir laghentum starfskrafti. Þarf að geta hafið störf nú þegar.

INGJALDSHÓLSKIRKJA

Sunnudaginn 3. september

Barna og fjölskylduguðsþjónusta

kl. 11:00

Komum saman í kirkjunni til fyrirbænar og þakkargjörðar.

Sóknarprestur

Upplag: 800 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: [email protected] Sími: 436 1617

Höfum opnað vöruafgreiðslu inni í porti gamla frystihússins

Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ. Blaðið kemur út vikulega.

Farið er frá AÐALFLUTNINGUM Skútuvogi 8, Reykjavík kl. 17:00 alla virka daga. Afgreiðslan er opin frá 08:00 - 16:00. Síminn er 431 5613, 895 5613, 899 5613

Bæjarmálasamtök Snæfellsbæjar hefja vetrarstarfið

Hauststarfið er nú komið í fullan gang hjá J-listanum. Frambjóðendur og stjórn listans funduðu í síðustu viku, fóru yfir stöðu mála og lögðu línurnar fyrir starfið í vetur. Ákveðið var að halda mánaðarlega J-lista fundi, fyrsta laugardag í mánuði kl. 11 12, frá og með október. Að halda a.m.k. 3 opna fundi í vetur um fjölskyldustefnu, atvinnumál og umhverfismál. Einnig var samþykkt að halda haustfagnað fyrir frambjóðendur J-listans, nefndarfólk og stjórn auk maka. Uppgjör kosningasjóðs Jlistans var kynnt, heildarútgjöld voru 532.043 kr., tekjuafgangur er 24.180 kr. Við þökkum öllum þeim sem studdi okkur í kosningabaráttunni. Fundur með nefndarfólki J-listans bæði aðal- og varaum mikilvægi þess að fundarboð og fundargögn berist í tíma, að okkar fólk sé duglegt að koma skoðunum sínum á framfæri þegar ástæða er til og að upplýsingastreymi sé tryggt á milli aðalog varamanna, auk bæjarfulltrúa í mikilvægum málum. Gunnar Örn, Kristján og Steiney fóru að lokum yfir stöðu mála og svöruðu fyrirspurnum. Vonandi sjáum við sem flest ykkar á fundum um málefni Snæfellsbæjar í vetur. Látum í okkur heyra og komum góðum hugmyndum áleiðis. Við minnum á heimasíðuna okkar http://www.j-listinn.is Stjórnin

mönnum, var haldinn s.l. mánudagskvöld. Nefndarfólkið er rödd íbúa í stjórnkerfi okkar, því er mikilvægt að fulltrúar mæti vel undirbúnir á fundi, kalli eftir gögnum frá bæjaryfirvöldum ef þörf er á, kynni sér vel gögnin og sjónarmið þeirra sem mál varða til að umræðan í nefndinni verði málefnaleg og skilvirk. Kristján bæjarfulltrúi kynnti helstu stjórnsýsluákvæði um réttindi og skyldur nefndarmanna, upplýsinga-

flæði o.fl. Því miður eru ekki til erindisbréf fyrir allar nefndir, fulltrúar J-listans munu gera kröfu um að úr því verði bætt strax, eins og sveitarstjórnarlög kveða á um. Bæjarmálasamþykkt, fundargerðir og erindisbréf nefnda eru á vef bæjarins. Nefndarstarf er farið af stað, hægt er að kynna sér hverjir eru í nefndum fyrir Jlistann á vefnum okkar; j-listinn.is. Allir voru sammála

Esterel Top Volume

Til sölu

Mjög vel með farið Esterel fellihýsi með fortjaldi

Upplýsingar í síma 825-1119

Heimaþjónusta

Hlutastarf.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að starfskrafti til að sinna heimilishjálp í Snæfellsbæ Vinnutími eftir samkomulagi. Laun greidd skv. Samningum SDS

Upplýsingar veittar hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Klettsbúð 4, Hellissandi sími 430 7800

Sjómaður óskast

á 20 tonna á bát á Snæfellsnesi sem er á beitukóng en fer fljótlega á net. upplýsingar gefur Sigurjón Fannar í gsm: 892 9394 og 438 6656

Sími: 436 1291· www.bylgja.is · Netf. [email protected]

Information

J.kull 268. tbl.

6 pages

Report File (DMCA)

Our content is added by our users. We aim to remove reported files within 1 working day. Please use this link to notify us:

Report this file as copyright or inappropriate

627109


Notice: fwrite(): send of 203 bytes failed with errno=104 Connection reset by peer in /home/readbag.com/web/sphinxapi.php on line 531